Arnór: Verð að sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2017 07:00 Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við Malmö. Sænsku meistararnir keyptu hann frá Rapid Vín sem hann gekk til liðs við í fyrra. Arnór Ingvi fékk fá tækifæri hjá austurríska liðinu og fór því á láni til AEK í Aþenu. Þau vistaskipti báru ekki tilætlaðan árangur því landsliðsmaðurinn fékk enn minna að spila í Grikklandi. Hann ákvað því að færa sig aftur um set. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn hingað. Þegar ég heyrði að Malmö hefði áhuga á mér var þetta engin spurning,“ sagði Arnór Ingvi í samtali við íþróttadeild. Heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst eftir hálft ár og Arnór Ingvi segir að sú ákvörðun að skipta um lið hafi verið tekin með HM í huga. „Ég verð að fá mínar mínútur og sýna mitt rétta andlit til að fá að vera hluti af íslenska landsliðshópnum. Maður þarf að spila fótboltaleiki til að komast með,“ sagði Arnór Ingvi sem hefur skorað fimm mörk í 15 landsleikjum. Eins og áður sagði hefur Arnór Ingvi lítið fengið að spila á undanförnum mánuðum. Hann segir að þessi takmarkaði spiltími hafi haft áhrif á sjálfstraustið.Möt MFF:s nyförvärv Arnór Ingvi Traustason (@NoriTrausta). pic.twitter.com/994BujhuNk — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 „Algjörlega, sjálfstraustið fór mjög langt niður. En maður má ekki bara hugsa um það. Maður þarf að vita hvað maður getur og hafa trú á sjálfum sér,“ sagði Arnór Ingvi sem horfir einbeittur fram á veginn. „Ég er kominn hingað og það skiptir máli. Hitt skiptir engu máli. Núna horfi ég bara fram á veginn og hlakka til að byrja í janúar.“ Arnór þekkir sænsku úrvalsdeildina vel en hann lék við góðan orðstír með Norrköping í tvö ár. Seinna tímabil hans hjá Norrköping varð liðið sænskur meistari í fyrsta sinn í 26 ár. Arnór Ingvi varð stoðsendingakóngur sænsku deildarinnar það tímabil og skoraði markið sem gulltryggði Norrköping titilinn.MFF och Arnór Ingvi Traustason har kommit överens om ett kontrakt som sträcker sig till och med 2021. Läs mer om övergången: https://t.co/XHsU2kRfajpic.twitter.com/9cZzRdhco4 — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017 Síðustu tvö ár hefur Malmö unnið sænska meistaratitilinn og Arnór Ingvi kemur því inn í mjög öflugt lið. „Fyrir mér er þetta eitt stærsta, ef ekki stærsta, lið Skandinavíu. Þetta er risastórt félag. Ég hef margoft spilað á móti því, og það hefur alltaf verið erfitt, en nú er ég hluti af því,“ sagði Arnór Ingvi. Hann lítur ekki svo á að hann sé að taka skref aftur á bak með því að fara frá AEK til Malmö. „Þetta er ekki skref aftur á bak. Ég þekki þessa deild og hún er mjög sterk,“ sagði Arnór Ingvi sem byrjar að æfa með Malmö í byrjun næsta árs. pic.twitter.com/xaIyXij7Hw — Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2017
HM 2018 í Rússlandi Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Sjá meira