Hjartasteinn vinnur EUFA verðlaunin og hefur nú unnið til 45 alþjóðlegra verðlauna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 23:55 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Tilkynnt hefur verið að Hjartasteinn, kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, mun hljóta EUFA verðlaunin í ár. EUFA verðlaunin verða afhent í Berlín á morgun, 8. desember, og mun Guðmundur Arnar leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar verður viðstaddur verðlaunaafhendinguna. EUFA verðlaunin eru á vegum Evrópsku Kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamburg og Kvikmyndaverðlauna Quebec Háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA verðlaunanna í ár. Myndirnar fimmvoru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. Þetta er annað árið sem EUFA verðlaunin fara fram. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Myndin Hjartasteinn var nýlega valin besta LGBT kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cape Town í Suður Afríku, vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu, vann dómnefndarverðlaun á Chéries-Chéris kvikmyndahátíðinni í Frakklandi og var valin besta myndin á Cinedays – hátíð evrópskra kvikmynda í Skopje í Makedóníu. Auk þess vann hún áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun ungmenna á Du grain à démoudre kvikmyndahátíðinni í Frakklandi. Hjartasteinn vann níu Edduverðlaun í febrúar og hefur nú einnig unnið 45 alþjóðleg verðlaun. Tengdar fréttir Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59 Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tilkynnt hefur verið að Hjartasteinn, kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, mun hljóta EUFA verðlaunin í ár. EUFA verðlaunin verða afhent í Berlín á morgun, 8. desember, og mun Guðmundur Arnar leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar verður viðstaddur verðlaunaafhendinguna. EUFA verðlaunin eru á vegum Evrópsku Kvikmyndaakademíunnar, Kvikmyndahátíðarinnar í Hamburg og Kvikmyndaverðlauna Quebec Háskóla, í samstarfi við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Af þeim 66 kvikmyndum sem voru í forvali fyrir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fimm þeirra tilnefndar til EUFA verðlaunanna í ár. Myndirnar fimmvoru sýndar og ræddar í 20 háskólum í 20 Evrópulöndum og í kjölfarið komst hver skóli að niðurstöðu um hver væri besta myndin að þeirra mati. Þetta er annað árið sem EUFA verðlaunin fara fram. Í fyrra vann hin margverðlaunaða kvikmynd Ken Loach, I, Daniel Blake, til verðlaunanna. Myndin Hjartasteinn var nýlega valin besta LGBT kvikmyndin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Cape Town í Suður Afríku, vann áhorfendaverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu, vann dómnefndarverðlaun á Chéries-Chéris kvikmyndahátíðinni í Frakklandi og var valin besta myndin á Cinedays – hátíð evrópskra kvikmynda í Skopje í Makedóníu. Auk þess vann hún áhorfendaverðlaun og dómnefndarverðlaun ungmenna á Du grain à démoudre kvikmyndahátíðinni í Frakklandi. Hjartasteinn vann níu Edduverðlaun í febrúar og hefur nú einnig unnið 45 alþjóðleg verðlaun.
Tengdar fréttir Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59 Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. 3. júlí 2017 15:30
Hjartasteinn tilnefnd til evrópskra verðlauna Almenninar sýningar hefjast í Bandaríkjunum. 10. október 2017 13:59
Hjartasteinn tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunaafhendingin mun fara fram miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. 22. ágúst 2017 18:00