Sport

Thelma synti á nýju Íslandsmeti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Thelma í lauginni.
Thelma í lauginni. mynd/íf
Thelma Björg Björnsdóttir setti í nótt nýtt Íslandsmet á lokadegi Heimsmeistaramóts fatlaðra í 50m laug sem fram fór í Mexíkó.

Thelma setti metið þegar hún keppti til úrslita í 50m skriðsundi. Hún synti á 39,44 sekúndum sem skilaði henni í sjötta sæti.

Róbert Ísak Jónsson synti til úrslita í 100m flugsundi, en hann lenti í fimmta sæti á tímanum 1:03.85 mín. Suður-Kóreumaðurinn Lee Inkook setti heimsmet í greininni í sundinu í nótt, 57,78 sekúndur.

Sonja Sigurðardóttir lenti í sjöunda sæti í 150m þrísundi á 5:39,54 mín.

Íslenski hópurinn fer af mótinu með fimm verðlaun og einn Heimsmeistaratitil, en Róbert Ísak sigraði 200m fjórsund fyrr í vikunni. Hann tók einnig tvö silfurverðlaun, Thelma og Sonja hlutu sín bronsverðlaunin hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×