Getur splundrað fjölskyldum 9. desember 2017 12:00 Karen Linda segir að afleiðingar kynferðisofbeldis hafi áhrif á aðstandendur. MYND/EYÞÓR Karen Linda Eiríksdóttir, fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum, segir kynferðisofbeldi hafa mikil áhrif á fjölskyldu brotaþola og aðra aðstandendur. Stígamót bjóða bæði brotaþolum og aðstandendum ráðgjöf. "Við erum öll tengd einhverjum. Kynferðisofbeldi hefur áhrif á aðstandendur brotaþola og það er mikilvægt að þeir séu hluti af lausninni,“ segir Karen. „Það getur hjálpað aðstandendum að ræða við þriðja aðila. Ég finn að ástvinir vilja vanda sig og gera rétt, þannig að þeim finnst gott að hafa auka eyru.“ Að sögn Karenar hefur kynferðisofbeldi margvísleg áhrif á brotaþola og þá sem standa þeim nærri. „Fjölskyldumeðlimir taka oft afstöðu og skiptast í fylkingar ef ofbeldið á sér stað innan fjölskyldu. Þetta getur verið mjög erfitt, sérstaklega þegar fjölskyldan trúir ekki brotaþolanum. Þá er líka oft viðkvæðið að eitthvað sé að brotaþolanum.“ Stundum kemur fólk í viðtöl sem er tengt bæði ofbeldismanni og brotaþola nánum böndum. „Þannig kringumstæður valda oft mikilli togstreitu innan fjölskyldu. Til dæmis þar sem bróðir hefur beitt systur sína ofbeldi, það getur verið mjög erfitt fyrir móður að bera þær upplýsingar að annað barnið hennar hafi brotið á hinu. Þá er mikil pressa á móðurina að taka afstöðu með öðru þeirra, sem er flókið og erfitt. Það getur orðið algjört hrun hjá þeim í þessum kringumstæðum.“ Oft koma makar brotaþola í aðstandendaviðtöl. „Þegar maki brotaþola kemst að því að brotið hafi verið á makanum áður en sambandið hófst getur það verið áfall og þá þarf hann að átta sig á hvernig hann glímir við sín viðbrögð,“ segir Karen. „Það er gríðarlega mikilvægt að makinn trúi brotaþolanum og fari ekki í það hlutverk að yfirheyra. Það þarf að veita skilyrðislausan stuðning og vera til staðar. Brotaþoli á ekki að vera í því hlutverki að réttlæta eða útskýra atburði. Það er líka mikilvægt að makar reyni ekki að laga hlutina, því það getur haft öfug áhrif. Mikilvægast er að vera til staðar með óheft hlustunarskilyrði.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira
Karen Linda Eiríksdóttir, fjölskyldufræðingur og ráðgjafi hjá Stígamótum, segir kynferðisofbeldi hafa mikil áhrif á fjölskyldu brotaþola og aðra aðstandendur. Stígamót bjóða bæði brotaþolum og aðstandendum ráðgjöf. "Við erum öll tengd einhverjum. Kynferðisofbeldi hefur áhrif á aðstandendur brotaþola og það er mikilvægt að þeir séu hluti af lausninni,“ segir Karen. „Það getur hjálpað aðstandendum að ræða við þriðja aðila. Ég finn að ástvinir vilja vanda sig og gera rétt, þannig að þeim finnst gott að hafa auka eyru.“ Að sögn Karenar hefur kynferðisofbeldi margvísleg áhrif á brotaþola og þá sem standa þeim nærri. „Fjölskyldumeðlimir taka oft afstöðu og skiptast í fylkingar ef ofbeldið á sér stað innan fjölskyldu. Þetta getur verið mjög erfitt, sérstaklega þegar fjölskyldan trúir ekki brotaþolanum. Þá er líka oft viðkvæðið að eitthvað sé að brotaþolanum.“ Stundum kemur fólk í viðtöl sem er tengt bæði ofbeldismanni og brotaþola nánum böndum. „Þannig kringumstæður valda oft mikilli togstreitu innan fjölskyldu. Til dæmis þar sem bróðir hefur beitt systur sína ofbeldi, það getur verið mjög erfitt fyrir móður að bera þær upplýsingar að annað barnið hennar hafi brotið á hinu. Þá er mikil pressa á móðurina að taka afstöðu með öðru þeirra, sem er flókið og erfitt. Það getur orðið algjört hrun hjá þeim í þessum kringumstæðum.“ Oft koma makar brotaþola í aðstandendaviðtöl. „Þegar maki brotaþola kemst að því að brotið hafi verið á makanum áður en sambandið hófst getur það verið áfall og þá þarf hann að átta sig á hvernig hann glímir við sín viðbrögð,“ segir Karen. „Það er gríðarlega mikilvægt að makinn trúi brotaþolanum og fari ekki í það hlutverk að yfirheyra. Það þarf að veita skilyrðislausan stuðning og vera til staðar. Brotaþoli á ekki að vera í því hlutverki að réttlæta eða útskýra atburði. Það er líka mikilvægt að makar reyni ekki að laga hlutina, því það getur haft öfug áhrif. Mikilvægast er að vera til staðar með óheft hlustunarskilyrði.“Þessi grein birtist fyrst í sérblaði um Stígamót sem fylgdi Fréttablaðinu.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Íslandsmótsins í golfi 2025 Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 90% þeirra sem upplifa hárlos meðhöndla það ekki - það er þó hægt Bylgjulestin verður í Hallormsstaðaskógi á laugardag Taktu þátt í sumarbókaviku á Bylgjunni og Vísi Aukasýningu bætt við á vinsælustu ABBA sýningu heims Iðnaðarmaður ársins fer í frí – sjáumst að ári! Bylgjulestin tók þátt í Bíladögum - myndaveisla Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð Bylgjulestin verður í stuði á Bíladögum á Akureyri Myndaveisla frá Hveragerði þar sem Bylgjulestin var í beinni Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY? Stálheppinn viðskiptavinur N1 vann frítt flug í heilt ár með PLAY Einn heppinn vinnur frítt flug í heilt ár með PLAY Bylgjulestin brunar af stað inn í sumarið Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands Unga fólkið sækir í svissnesk TAG Heuer A Country Night in Nashville kemur í Hörpu Orsakir flösu og áhrifarík meðferð „Það er alls ekki í tísku að brenna“ Sjá meira