Best ef Lionel Messi mætti bara með 23 treyjur í leikinn á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2017 18:58 Lionel Messi og Diego Jóhannesson. Vísir/Samsett/Getty og AFP Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu munu mæta því íslenska í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram í Moskvu 16. júní í sumar. Það má búast við að þessi leikur þjóðanna veki mikla athygli í fótboltaheiminum enda argentínska landsliðið eitt þeirra liða sem er búist við að berjist um heimsmeistaratitilinn og Ísland að endurskrifa sögu HM með því að spila sinn fyrsta leik frá upphafi í úrslitakeppni HM. Ísland verður langfámennasta þjóðin til að taka þátt í HM og hér á landi búa sem dæmi þremur milljónum færri íbúar en í Úrúgvæ sem er næstfámennasta þjóðin sem tekur þátt í HM í Rússlandi næsta sumar. Erlendir fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu mikinn áhuga á íslenska landsliðinu og að tala við íslensku landsliðsmennina. Þar er Diego Jóhannesson enginn undantekning. Hann var í viðtali í argentínska blaðinu Ole. Diego er líklega eini leikmaður íslenska landsliðsins sem talar betri spænsku en íslensku. ESPN segir frá þessu viðtali hans í Ole.@Monitor_sur@DiarioOle#LookingForNews>>> Diario Ole #Argentina El insólito pedido de Diego Johannesson, lateral derecho de Islandia, a #Messi de cara a #Rusia2018: "Que prepare 23 camisetas" https://t.co/6d6dscR54e …pic.twitter.com/aitcKspxR9https://t.co/fLhemyDgXT — JUST PURE INFORMATION (@Monitor_sur) December 7, 2017 „Allir leikmenn íslenska liðsins vilja fá treyjuna hans Messi og ég er einn þeirra,“ sagði Diego Jóhannesson við Ole. „Hann mun líklega láta þann fá treyjuna sem spyr fyrst. Við ætlum nú ekki að rífast um hana en ég legg til að hann komi bara með 23 treyjur í leikinn,“ sagði Diego í léttum tón. „Við erum ánægðir með að fá tækifæri til að spila á móti honum því hann er sá besti í heimi,“ sagði Diego. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu munu mæta því íslenska í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi næsta sumar. Leikurinn fer fram í Moskvu 16. júní í sumar. Það má búast við að þessi leikur þjóðanna veki mikla athygli í fótboltaheiminum enda argentínska landsliðið eitt þeirra liða sem er búist við að berjist um heimsmeistaratitilinn og Ísland að endurskrifa sögu HM með því að spila sinn fyrsta leik frá upphafi í úrslitakeppni HM. Ísland verður langfámennasta þjóðin til að taka þátt í HM og hér á landi búa sem dæmi þremur milljónum færri íbúar en í Úrúgvæ sem er næstfámennasta þjóðin sem tekur þátt í HM í Rússlandi næsta sumar. Erlendir fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu mikinn áhuga á íslenska landsliðinu og að tala við íslensku landsliðsmennina. Þar er Diego Jóhannesson enginn undantekning. Hann var í viðtali í argentínska blaðinu Ole. Diego er líklega eini leikmaður íslenska landsliðsins sem talar betri spænsku en íslensku. ESPN segir frá þessu viðtali hans í Ole.@Monitor_sur@DiarioOle#LookingForNews>>> Diario Ole #Argentina El insólito pedido de Diego Johannesson, lateral derecho de Islandia, a #Messi de cara a #Rusia2018: "Que prepare 23 camisetas" https://t.co/6d6dscR54e …pic.twitter.com/aitcKspxR9https://t.co/fLhemyDgXT — JUST PURE INFORMATION (@Monitor_sur) December 7, 2017 „Allir leikmenn íslenska liðsins vilja fá treyjuna hans Messi og ég er einn þeirra,“ sagði Diego Jóhannesson við Ole. „Hann mun líklega láta þann fá treyjuna sem spyr fyrst. Við ætlum nú ekki að rífast um hana en ég legg til að hann komi bara með 23 treyjur í leikinn,“ sagði Diego í léttum tón. „Við erum ánægðir með að fá tækifæri til að spila á móti honum því hann er sá besti í heimi,“ sagði Diego.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Í beinni: Haukar - Grindavík | Slagur upp á líf og dauða Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira