Undir trénu seld um allan heim Stefán Árni Pálsson skrifar 30. nóvember 2017 16:30 Edda Björgvinsdóttir fer á kostum í myndinni. ljósmynd/Brynjar Snær Undir trénu hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Denver en þar var hún tilnefnd til Krzysztof Kieslowski verðlaunanna. Undir trénu hefur tekið þátt í þremur keppnum í USA og hlotið verðlaun á þeim öllum. Áður hafði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Fantastic Fest í Austin, Texas auk þess sem Undir trénu hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, New York. Þá birti fagtímaritið Screen Daily frétt í gær þar sem greint var frá því að myndin hefur selst feikilega vel út um allan heim Eins og áður hefur verið greint frá tryggði hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia sér réttinn á Norður-Ameríku en auk þess hefur myndin verið seld tli Skandinavíu, Frakklands, Benelúx-landanna, Stóra-Bretlands, Ítalíu, Spánar, Portúgal, Grikklands, Sviss, Austurríkis, Eystrasaltslandanna, Póllands, Tékklands, Króatíu, Slóvakíu, Kína, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Grímar Jónsson framleiðandi er hæstánægður með árangur myndarinnar á erlendum mörkuðum enda alls ekki sjálfgefið að mynd frá jafnlitlu málsvæði nái svo langt. „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum með breiða skírskotun en markaðurinn er erfiður og það er efitt að sjá fyrir hvað nær í gegn. Aðsóknin hér heima hefur auðvitað verið algjörlega frábær og það er gaman að finna hvað það er mikill áhuga erlendis líka. Það verður áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum þegar myndin ratar í almennar sýningar erlendis en nú er hún aðallega í spilun á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímar Jónsson sem er á leið til Los Angeles ásamt Hafsteini Gunnar Sigurðssyni leikstjóra og Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Eftir helgi munu fara fram sýningar á myndinni fyrir Akademíumeðlimi en Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár. Það mun svo koma í ljós um miðjan desember hvaða 9 myndir komast áfram í forvalinu. Undir trénu er enn í sýningum í kvikmyndahúsum og hafa um 42þúsund manns séð hana síðan hún var frumsýnd í byrjun september. Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Undir trénu hlaut nýverið sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Denver en þar var hún tilnefnd til Krzysztof Kieslowski verðlaunanna. Undir trénu hefur tekið þátt í þremur keppnum í USA og hlotið verðlaun á þeim öllum. Áður hafði Hafsteinn Gunnar Sigurðsson hlotið verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Fantastic Fest í Austin, Texas auk þess sem Undir trénu hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, New York. Þá birti fagtímaritið Screen Daily frétt í gær þar sem greint var frá því að myndin hefur selst feikilega vel út um allan heim Eins og áður hefur verið greint frá tryggði hið virta dreifingarfyrirtæki Magnolia sér réttinn á Norður-Ameríku en auk þess hefur myndin verið seld tli Skandinavíu, Frakklands, Benelúx-landanna, Stóra-Bretlands, Ítalíu, Spánar, Portúgal, Grikklands, Sviss, Austurríkis, Eystrasaltslandanna, Póllands, Tékklands, Króatíu, Slóvakíu, Kína, Suður-Kóreu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Grímar Jónsson framleiðandi er hæstánægður með árangur myndarinnar á erlendum mörkuðum enda alls ekki sjálfgefið að mynd frá jafnlitlu málsvæði nái svo langt. „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum með breiða skírskotun en markaðurinn er erfiður og það er efitt að sjá fyrir hvað nær í gegn. Aðsóknin hér heima hefur auðvitað verið algjörlega frábær og það er gaman að finna hvað það er mikill áhuga erlendis líka. Það verður áhugavert að fylgjast með á næstu mánuðum þegar myndin ratar í almennar sýningar erlendis en nú er hún aðallega í spilun á kvikmyndahátíðum,“ segir Grímar Jónsson sem er á leið til Los Angeles ásamt Hafsteini Gunnar Sigurðssyni leikstjóra og Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Eftir helgi munu fara fram sýningar á myndinni fyrir Akademíumeðlimi en Undir trénu er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár. Það mun svo koma í ljós um miðjan desember hvaða 9 myndir komast áfram í forvalinu. Undir trénu er enn í sýningum í kvikmyndahúsum og hafa um 42þúsund manns séð hana síðan hún var frumsýnd í byrjun september.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira