Fótbolti

Brotnir boltar og ruglingur í drættinum 1982

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sepp Blatter var í miðri hringavitleysunni
Sepp Blatter var í miðri hringavitleysunni
Eins og allir vita þá verður dregið í riðla á HM í Rússlandi á morgun og verður Ísland í pottinum í fyrsta skipti.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem FIFA skipuleggur HM-drátt og ætti allt að ganga nokkuð smurt fyrir sig.

Það hefur þó ekki alltaf gengið eins og í sögu, því árið 1982 urður heil mikil mistök þegar bæði Belgar og Skotar voru dregnir í vitlausa riðla miðað við áður ákveðnar reglur.

Allt gekk á afturfótunum, boltarnir sem geymdu þjóðirnar brotnuðu og búrin sem geymdu boltana biluðu.

BBC tók saman skemmtilegt myndband af þessari stórskemmtilegu vitleysu.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×