Argentína ein af átta þjóðum á HM sem við getum mætt í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2017 06:30 Lionel Messi og félagar fagna HM-sætinu eftir sigur á Perú. Messi skoraði öll þrjú mörk Argentínu í leiknum. vísir/getty Fyrstu mótherjar Íslands á fyrsta heimsmeistaramótinu í fótbolta koma upp úr hattinum í Kreml í Moskvu í dag. Sá dráttur gæti kynnt íslenska landsliðið fyrir þjóðum sem það hefur aldrei séð áður á fótboltavellinum. Fyrsti styrkleikaflokkurinn í HM-drættinum í dag geymir bestu knattspyrnulandslið heims (og gestgjafa Rússa) en eitt þeirra verður mótherji Ísland á HM næsta sumar.Einu heimsmeistararnir Ísland hefur spilað við þessar þjóðir einhvern tímann áður með einni undantekningu þó. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei fengið tækifæri til að spila við Argentínu. Argentína er eina þjóðin sem hefur orðið heimsmeistari í fótbolta en aldrei spilað við Ísland. Ísland hefur mætt hinum sjö heimsmeisturunum sem eru Brasilía (5 titlar), Þýskaland (4 titlar), Ítalía (4 titlar), Úrúgvæ (2 titlar), Spánn, Frakkland og England. Íslenska landsliðið mætti Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það væri kannski við hæfi að fá að glíma við Lionel Messi og félaga í argentínska landsliðinu í fyrstu leikjum liðsins á HM.grafík/fréttablaðiðCristiano 2016 og Leo 2018? Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í stöðugri samkeppni um titilinn besti knattspyrnumaður heims í áratug og enginn annar hefur verið kosinn bestur hjá FIFA undanfarin tíu ár. Knattspyrnuspekingar og knattspyrnuáhugamenn þreytast seint á því að bera þá Messi og Ronaldo saman og þeir verða nær örugglega alltaf hluti af sögu hvor annars þegar menn rifja upp afrek þeirra í framtíðinni. Það væri líka margt annað líkt með stöðu Portúgal í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári og stöðu Argentínu næsta sumar. Portúgalar mættu þar með kynslóð sem hafði haldið liðinu meðal þeirra bestu í langan tíma en aldrei tekist að fara alla leið. Argentínumenn hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan Diego Maradona leiddi liðið til sigurs á Astekavellinum í Mexíkóborg í lok júní 1986. Lionel Messi hefur leikið með argentínska landsliðinu í tólf ár en eini titillinn er Ólympíugullið sem 23 ára liðið vann á ÓL í Peking 2008. Það var pressa á Cristiano Ronaldo á EM sem kristallaðist í viðtali við hann eftir leikinn þar sem hann gerði lítið úr íslenska landsliðinu. Það verður einnig pressa á Messi næsta sumar enda kannski síðasti möguleiki hans til að ná í heimsmeistaratitil á meðan hann er upp á sitt allra besta. Messi heldur upp á 31 árs afmæli sitt í Rússlandi næsta sumar og verður því orðinn 35 ára gamall þegar heimsmeistarakeppnin fer fram í Katar í nóvember 2022. Hann framlengdi nýverið samning sinn við Barcelona fram á sumar 2021 og er samkvæmt því ekki ennþá að horfa alla leið til Katar. Messi gæti líka tekið upp á því að hætta með landsliðinu eins og hann gerði 2016. Sem betur fer fyrir Argentínumenn skipti kappinn um skoðun og Lionel Messi verður með í Rússlandi næsta sumar. Hvort Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fái að reyna sig á móti honum kemur ekki í ljós fyrr en í dag en það eru ágætar líkur á að Ísland og Argentína dragist saman í riðil.Fleiri þjóðir en Argentína Argentínska landsliðið er aftur á móti ekki eina landsliðið sem Ísland hefur ekki mætt áður á knattspyrnuvellinum en gæti endað í riðli Íslands í dag. Ísland hefur heldur ekki mætt Suður-Ameríkuþjóðunum Perú og Kólumbíu úr öðrum styrkleikaflokki eða eftirtöldum fimm þjóðum úr fjórða styrkleikaflokknum: Serbíu, Ástralíu, Marokkó, Panama og Suður-Kóreu. Það er hins vegar ekki möguleiki fyrir Ísland að lenda í riðli með þremur þjóðum sem landsliðið hefur aldrei mætt áður. Lendi Ísland í riðli með Argentínu, þá mun ekki önnur Suður-Ameríkuþjóð verða í þeim riðli. Ísland er í þriðja styrkleikaflokknum ásamt sjö öðrum þjóðum og það er hundrað prósent öruggt að Ísland verður ekki í riðli með þeim. Ísland hefur aldrei spilað við þrjár af þessum þjóðum en það eru Kostaríka, Egyptaland og Senegal. Næsta sumar verður samt allt saman nýtt fyrir íslenska landsliðið en nú er bara að bíða og sjá hvað kemur úr kúlunum í Kreml í dag. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Fyrstu mótherjar Íslands á fyrsta heimsmeistaramótinu í fótbolta koma upp úr hattinum í Kreml í Moskvu í dag. Sá dráttur gæti kynnt íslenska landsliðið fyrir þjóðum sem það hefur aldrei séð áður á fótboltavellinum. Fyrsti styrkleikaflokkurinn í HM-drættinum í dag geymir bestu knattspyrnulandslið heims (og gestgjafa Rússa) en eitt þeirra verður mótherji Ísland á HM næsta sumar.Einu heimsmeistararnir Ísland hefur spilað við þessar þjóðir einhvern tímann áður með einni undantekningu þó. Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei fengið tækifæri til að spila við Argentínu. Argentína er eina þjóðin sem hefur orðið heimsmeistari í fótbolta en aldrei spilað við Ísland. Ísland hefur mætt hinum sjö heimsmeisturunum sem eru Brasilía (5 titlar), Þýskaland (4 titlar), Ítalía (4 titlar), Úrúgvæ (2 titlar), Spánn, Frakkland og England. Íslenska landsliðið mætti Cristiano Ronaldo og félögum í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi sumarið 2016 og það væri kannski við hæfi að fá að glíma við Lionel Messi og félaga í argentínska landsliðinu í fyrstu leikjum liðsins á HM.grafík/fréttablaðiðCristiano 2016 og Leo 2018? Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa verið í stöðugri samkeppni um titilinn besti knattspyrnumaður heims í áratug og enginn annar hefur verið kosinn bestur hjá FIFA undanfarin tíu ár. Knattspyrnuspekingar og knattspyrnuáhugamenn þreytast seint á því að bera þá Messi og Ronaldo saman og þeir verða nær örugglega alltaf hluti af sögu hvor annars þegar menn rifja upp afrek þeirra í framtíðinni. Það væri líka margt annað líkt með stöðu Portúgal í Frakklandi fyrir einu og hálfu ári og stöðu Argentínu næsta sumar. Portúgalar mættu þar með kynslóð sem hafði haldið liðinu meðal þeirra bestu í langan tíma en aldrei tekist að fara alla leið. Argentínumenn hafa ekki orðið heimsmeistarar síðan Diego Maradona leiddi liðið til sigurs á Astekavellinum í Mexíkóborg í lok júní 1986. Lionel Messi hefur leikið með argentínska landsliðinu í tólf ár en eini titillinn er Ólympíugullið sem 23 ára liðið vann á ÓL í Peking 2008. Það var pressa á Cristiano Ronaldo á EM sem kristallaðist í viðtali við hann eftir leikinn þar sem hann gerði lítið úr íslenska landsliðinu. Það verður einnig pressa á Messi næsta sumar enda kannski síðasti möguleiki hans til að ná í heimsmeistaratitil á meðan hann er upp á sitt allra besta. Messi heldur upp á 31 árs afmæli sitt í Rússlandi næsta sumar og verður því orðinn 35 ára gamall þegar heimsmeistarakeppnin fer fram í Katar í nóvember 2022. Hann framlengdi nýverið samning sinn við Barcelona fram á sumar 2021 og er samkvæmt því ekki ennþá að horfa alla leið til Katar. Messi gæti líka tekið upp á því að hætta með landsliðinu eins og hann gerði 2016. Sem betur fer fyrir Argentínumenn skipti kappinn um skoðun og Lionel Messi verður með í Rússlandi næsta sumar. Hvort Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fái að reyna sig á móti honum kemur ekki í ljós fyrr en í dag en það eru ágætar líkur á að Ísland og Argentína dragist saman í riðil.Fleiri þjóðir en Argentína Argentínska landsliðið er aftur á móti ekki eina landsliðið sem Ísland hefur ekki mætt áður á knattspyrnuvellinum en gæti endað í riðli Íslands í dag. Ísland hefur heldur ekki mætt Suður-Ameríkuþjóðunum Perú og Kólumbíu úr öðrum styrkleikaflokki eða eftirtöldum fimm þjóðum úr fjórða styrkleikaflokknum: Serbíu, Ástralíu, Marokkó, Panama og Suður-Kóreu. Það er hins vegar ekki möguleiki fyrir Ísland að lenda í riðli með þremur þjóðum sem landsliðið hefur aldrei mætt áður. Lendi Ísland í riðli með Argentínu, þá mun ekki önnur Suður-Ameríkuþjóð verða í þeim riðli. Ísland er í þriðja styrkleikaflokknum ásamt sjö öðrum þjóðum og það er hundrað prósent öruggt að Ísland verður ekki í riðli með þeim. Ísland hefur aldrei spilað við þrjár af þessum þjóðum en það eru Kostaríka, Egyptaland og Senegal. Næsta sumar verður samt allt saman nýtt fyrir íslenska landsliðið en nú er bara að bíða og sjá hvað kemur úr kúlunum í Kreml í dag.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita fyrir HM-dráttinn Í dag verður dregið í riðla fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Ísland er á meðal þátttökuþjóða í fyrsta sinn og blandar því geði við risa knattspyrnuheimsins í fyrsta sinn. 1. desember 2017 06:00