Kjörið viðurkenning fyrir íslenskt golf Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambandsins, segist ekki efast um að aðkoma sín að EGA muni gefa okkur hér á landi byr í seglin. vísir/stefán „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þessa áhrifamiklu stöðu,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Hann var um helgina kjörinn næsti forseti Evrópska golfsambandsins, EGA, á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti „verðandi forseta“ eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaembættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel Evrópska golfsambandið en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin“, segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að golfíþróttin sé með stærstu íþróttum í Evrópu. „Á Íslandi er þetta næststærsta íþróttin á eftir knattspyrnu og það sama gildir um mörg önnur Evrópuríki.“ Hann segir íþróttina vera vaxandi. „Á Íslandi hefur hún vaxið gríðarlega síðustu fimmtán ár. Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsambandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en í ár og það er jákvæð þróun í mörgum Evrópuríkjum,“ segir Haukur. Á sama tíma glími gamalgrónar golfþjóðir eins og Englendingar og Skotar við vanda, með fækkun skráðra félaga í golfklúbbum.Hvað er Evrópska golfsambandið? Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni. Evrópska golfsambandið er regnhlífasamtök allra golfsambanda í Evrópu. Haukur segir að staða Evrópska golfsambandsins í golfheiminum sé kannski ekki ósvipað og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) er í knattspyrnuheiminum. Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þessa áhrifamiklu stöðu,“ segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands. Hann var um helgina kjörinn næsti forseti Evrópska golfsambandsins, EGA, á aðalfundi samtakanna í Lausanne í Sviss. Haukur Örn mun taka við embættinu árið 2019 af Pierre Bechmann. „Fyrirkomulagið hjá EGA er þannig að forsetinn er kosinn með tveggja ára fyrirvara þannig að nú mun ég gegna embætti „verðandi forseta“ eða „president-elect“ næstu tvö árin. Svo tek ég við forsetaembættinu árið 2019 og gegni því til ársins 2021.“ Haukur Örn þekkir vel Evrópska golfsambandið en hann sat í mótanefnd EGA á árunum 2010-2014 og hefur setið í framkvæmdastjórn þess frá árinu 2015. Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn sem kjörinn er í framkvæmdastjórn EGA. „Þetta fyrirkomulag gefur mér kost á að kynnast betur störfum forseta sambandsins áður en ég tek sjálfur við embættinu eftir tvö ár. Þetta er vissulega mikill heiður fyrir mig en ekki síður viðurkenning fyrir íslenskt golf og velgengni þess síðastliðin 15 ár. Það er margt spennandi að gerast í evrópsku golfi og ég efast ekki um að þessi aðkoma mín að EGA muni gefa okkur hér á landi enn meiri byr í seglin“, segir Haukur Örn. Haukur Örn segir að golfíþróttin sé með stærstu íþróttum í Evrópu. „Á Íslandi er þetta næststærsta íþróttin á eftir knattspyrnu og það sama gildir um mörg önnur Evrópuríki.“ Hann segir íþróttina vera vaxandi. „Á Íslandi hefur hún vaxið gríðarlega síðustu fimmtán ár. Við fögnuðum 75 ára afmæli Golfsambandsins á þessu ári og gaman að það skyldi hitta á besta ár í sögu golfhreyfingarinnar. Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en í ár og það er jákvæð þróun í mörgum Evrópuríkjum,“ segir Haukur. Á sama tíma glími gamalgrónar golfþjóðir eins og Englendingar og Skotar við vanda, með fækkun skráðra félaga í golfklúbbum.Hvað er Evrópska golfsambandið? Evrópska golfsambandið var stofnað árið 1937 og er samband 48 golfþjóða innan Evrópu, sem hefur meðal annars það hlutverk að sjá um framkvæmd Evrópumóta og annarra alþjóðlegra keppna, ásamt því að stuðla að framþróun íþróttarinnar í álfunni. Evrópska golfsambandið er regnhlífasamtök allra golfsambanda í Evrópu. Haukur segir að staða Evrópska golfsambandsins í golfheiminum sé kannski ekki ósvipað og Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) er í knattspyrnuheiminum.
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira