Ég á heima meðal þeirra bestu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Sigurreifur. Björn Lúkas fagnar hér einum af sigrum sínum á HM áhugamanna í MMA sem fram fór í Barein. mynd/Jorden Curran/ IMMAF Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum. MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Björn Lúkas Haraldsson fór á kostum á HM áhugamanna í blönduðum bardagalistum, MMA, sem kláraðist um nýliðna helgi í Barein. Þar fór Mjölnismaðurinn alla leið í úrslit í millivigtinni. Þar mætti hann Svíanum Khaled Laallam í úrslitum og varð að sætta sig við tap á dómaraúrskurði. Björn Lúkas flaug alla leið inn í úrslit en hann kláraði alla andstæðinga sína í fyrstu lotu áður en hann lenti í klóm Svíans. „Ég er alveg í skýjunum með þetta. Hef ekki verið í þessu sporti lengi, fékk stórt tækifæri og gæti ekki verið sáttari,“ segir hinn 22 ára gamli Björn Lúkas er íþróttadeild heyrði í honum eftir mótið. „Ég var ekki að búast við neinu sérstöku fyrir þetta mót. Renndi blint í sjóinn þannig séð og ætlaði bara að gera mitt besta. Þetta gekk svo bara ótrúlega vel hjá mér. Ég fór bara eftir flæðinu hverju sinni og er sterkur alls staðar þó svo ég hafi klárað flesta bardagana á armlás.“Svíinn var betri Eftir að hafa klárað fjóra bardaga á samtals sjö og hálfri mínútu kom að því að Björn Lúkas fór allar þrjár loturnar í úrslitabardaganum. „Mér fannst ég hafa unnið fyrstu lotuna þar sem ég reyndi stíft að klára bardagann. Svo tók hann seinni tvær loturnar. Helvíti sterkur og flottur gaur. Hann var bara betri þennan dag og átti skilið að vinna,“ segir Björn Lúkas auðmjúkur.Björn Lúkas í einum af sínum bardögum.mynd/Jorden Curran/ IMMAF„Nú veit ég hvar ég stend í þessum bransa. Ég á alveg heima meðal þeirra bestu. Ég mætti hingað með tvo bardaga á bakinu og sá fyrsti var fyrir hálfu ári. Nú veit ég að ég á fullt erindi í þetta.“ Þó svo Björn Lúkas sé ekki búinn að vera lengi í MMA þá kom hann inn í íþróttina með flottan bakgrunn. „Ég hef æft MMA í tvö ár en á undan því var ég í júdó, tækvondó, brasilísku jiu-jitsu og hnefaleikum. Ég kom því með sterkan grunn sem þurfti að púsla saman í MMA,“ segir okkar maður en hann ætlar sér stóra hluti í íþróttinni á næstu árum.Ætlar alla leið „Ég ætla bara að slaka á núna og svo ákveða næsta skref hjá mér. Lokamarkmið hjá mér að fara alla leið og það hefur alltaf verið þannig. UFC eða Bellator. Það eru líka stór samtök hérna úti í Barein og það var flott sýning hjá þeim. Ég er búinn að skapa mér nafn núna og hver veit nema mér verði boðið aftur út hingað.“ Grindvíkingurinn er búinn að næla sér í mikla reynslu á þessu móti og líka í því að tala við fjölmiðla sem er fylgifiskur þess að ná árangri. Hann þurfti að mæta á blaðamannafundi og fannst það mjög erfitt. „Það var eiginlega erfiðara en að berjast. Mér hefur sjaldan liðið eins óþægilega. Þarna var ég kominn út fyrir þægindarammann minn,“ segir Björn Lúkas og hlær en það verður spennandi að fylgjast með honum á komandi árum.
MMA Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira