Ítalska sambandið vill að Antonio Conte taki við ítalska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 08:00 Antonio Conte gleymdi kannski að taka sig fyrir leik helgarinnar en hér fagnar hann góðum sigri Chelsea á West Bromwich Albion. Vísir/Getty Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio. HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira
Ítalir komust ekki á HM í fótbolta eins og við Íslendingar og Ítalir þurfa nú að líta til framtíðar og byggja upp nýtt landslið. Forseti ítalska knattspyrnusambandsins vill einn mann í starfið fremur en annan. Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, gaf það í skyn í viðtali við Gazzetta Dello Sport í gær að knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, væri efstur á óskalistanum yfir næsta þjálfara landsliðsins. Giampiero Ventura var rekinn sem þjálfari ítalska landsliðsins eftir að Ítalir töpuðu umspilinu á móti Svíum í síðustu viku en Svíarnir komust áfram á 1-0 sigri í fyrri leiknum þar sem liðin gerðu markalaust jafntefli í þeim síðari. Antonio Conte þjálfaði ítalska landsliðið til og með Evrópumótsins 2016 en hætti þá og tók við enska liðinu Chelsea sem hann gerði svo að Englandsmeisturum á sínum fyrsta tímabili. Ventura tók við af Conte en undir hans stjórn missti ítalska landsliðið af HM í fyrsta sinn frá 1958. „[Massimiliano] Allegri, [Roberto] Mancini, [Carlo] Ancelotti. Ég segi að þú sért að hitna,“ sagði Carlo Tavecchio í viðtalinu við Gazzetta Dello Sport og bætti svo við: „og Conte? Eldur,“ sagði Tavecchio en BBC hefur þetta eftir ítalska blaðinu. Massimiliano Allegri er þjálfari Juventus og hann segist vilja taka við landsliðinu en bara ekki nærri því strax. Roberto Mancini, fyrrum stjóri Manchester City, er í starfi hjá Zenit Sankti Pétursborg en Carlo Ancelotti er atvinnulaus eftir að hann var rekinn frá Bayern München. Það hefur verið talsvert skrifað um það að Antonio Conte sé óánægður á Stamford Bridge og því telja menn einhverjar líkur á því að hann gæti komið til baka og tekið við ítalska landsliðinu. Hvort þetta útspil forsetans auki líkurnar á því verður að koma í ljós. Carlo Tavecchio er hinsvegar ekkert að fela það hverjum hann kennir um ófarir ítalska landsliðsins í undankeppni Hm 2018. „Ventura á alls sökina. Hann valdi starfsliðið og hann ber alla ábyrgð. Við hjá sambandinu skiptum okkur aldrei af hans starfi.,“ sagði Tavecchio.
HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Sjá meira