Hvað er skrímsli? 20. nóvember 2017 16:30 Gunnar Teodór er höfundur bókarinnar um Galdra-Dísu sem er sjálfstætt framhald bókarinnar Drauga-Dísa sem kom út í fyrra. MYND/Ernir KYNNING Gunnar Teodór Eggertsson var að senda frá sér bókina Galdra- Dísa en hún er sjálfstætt framhald af sögunni Drauga-Dísa sem kom út í fyrra. „Ég var orðinn svo náinn Dísu sem persónu að mig langaði að halda áfram að skrifa um hana og svo festist maður líka í heiminum sínum,“ segir Gunnar Teodór sem lýsir bókinni sem myrku ævintýri. „Dísa er orðin mjög öflug frá því í síðustu bók, komin í menntaskóla og orðin rammgöldrótt. Ég sá fyrir mér að hún yrði pólitískur unglingur sem vildi nota galdrana sína til góðverka og það opnaði á margar hugmyndir. Mig langaði að reyna að flétta saman einhverskonar samtímasögu sem tekur á eða vísar í efni sem eru raunsæisleg en blanda öllu saman við galdra og skrímsli og allt sem mér finnst skemmtilegt,“ bætir hann við en áhugi á skrímslum hefur fylgt honum frá barnsaldri. Og skilgreiningar á skrímslum sömuleiðis.Galdra-Dísa„Eins og í fyrri bókinni er ég að velta fyrir mér: hvað er skrímsli? Þar voru hrekkjusvín og einelti og aðrar tegundir af mennskum skrímslum sem hún þurfti að kljást við í bland við þjóðsagnaskrímsli. Í þessari bók er að finna valdníðslu og stríðsrekstur, skrímsli í mörgum myndum og skilgreiningin ekkert svo einföld. Í ævintýrunum er hægt að leysa málin með því að drepa vonda kallinn en það er ekki svo auðvelt í raunveruleikanum og í nýju bókinni blanda ég saman ævintýri og raunveruleika, meðal annars hvað þetta varðar.“Gunnar segir ákjósanlegt að lesendur séu hugrakkir tíu ára og eldri. „Sagan er ansi myrk, ævintýraleg og spennandi þar sem ég er að reyna að kljást við nokkuð alvarleg efni innan ramma fantasíunnar. Ég leyfi mér að vera eins hryllilegur og sagan krefst af mér og hef ekki verið beðinn að ritskoða enn sem komið er."Gunnar Teódór hefur mikið dálæti á skrímslum og þau rata stundum í bækurnar hans.Eitt meginstef bókarinnar er vinátta Dísu við flóttastúlku sem er send aftur til síns heimalands þar sem geisar stríð. Gunnar Theódór bendir á að stálpaðir krakkar fylgist með fréttum. „Allt sem okkur finnst erfiðast að sjá í fréttunum ratar til þeirra. Og allir sem eru að pæla í barnamenningu ættu að taka það með í reikninginn. Það sem ævintýri gera svo vel er að fara þessar hjáleiðir að flóknum efnum og tala um það sem krakkar eru að pæla í, ekki bara stríð og pólitík heldur líka sorg og dauða og missi og ótta. Allar góðar fantasíur fjalla um meira en það sem er á yfirborðinu.“ Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
KYNNING Gunnar Teodór Eggertsson var að senda frá sér bókina Galdra- Dísa en hún er sjálfstætt framhald af sögunni Drauga-Dísa sem kom út í fyrra. „Ég var orðinn svo náinn Dísu sem persónu að mig langaði að halda áfram að skrifa um hana og svo festist maður líka í heiminum sínum,“ segir Gunnar Teodór sem lýsir bókinni sem myrku ævintýri. „Dísa er orðin mjög öflug frá því í síðustu bók, komin í menntaskóla og orðin rammgöldrótt. Ég sá fyrir mér að hún yrði pólitískur unglingur sem vildi nota galdrana sína til góðverka og það opnaði á margar hugmyndir. Mig langaði að reyna að flétta saman einhverskonar samtímasögu sem tekur á eða vísar í efni sem eru raunsæisleg en blanda öllu saman við galdra og skrímsli og allt sem mér finnst skemmtilegt,“ bætir hann við en áhugi á skrímslum hefur fylgt honum frá barnsaldri. Og skilgreiningar á skrímslum sömuleiðis.Galdra-Dísa„Eins og í fyrri bókinni er ég að velta fyrir mér: hvað er skrímsli? Þar voru hrekkjusvín og einelti og aðrar tegundir af mennskum skrímslum sem hún þurfti að kljást við í bland við þjóðsagnaskrímsli. Í þessari bók er að finna valdníðslu og stríðsrekstur, skrímsli í mörgum myndum og skilgreiningin ekkert svo einföld. Í ævintýrunum er hægt að leysa málin með því að drepa vonda kallinn en það er ekki svo auðvelt í raunveruleikanum og í nýju bókinni blanda ég saman ævintýri og raunveruleika, meðal annars hvað þetta varðar.“Gunnar segir ákjósanlegt að lesendur séu hugrakkir tíu ára og eldri. „Sagan er ansi myrk, ævintýraleg og spennandi þar sem ég er að reyna að kljást við nokkuð alvarleg efni innan ramma fantasíunnar. Ég leyfi mér að vera eins hryllilegur og sagan krefst af mér og hef ekki verið beðinn að ritskoða enn sem komið er."Gunnar Teódór hefur mikið dálæti á skrímslum og þau rata stundum í bækurnar hans.Eitt meginstef bókarinnar er vinátta Dísu við flóttastúlku sem er send aftur til síns heimalands þar sem geisar stríð. Gunnar Theódór bendir á að stálpaðir krakkar fylgist með fréttum. „Allt sem okkur finnst erfiðast að sjá í fréttunum ratar til þeirra. Og allir sem eru að pæla í barnamenningu ættu að taka það með í reikninginn. Það sem ævintýri gera svo vel er að fara þessar hjáleiðir að flóknum efnum og tala um það sem krakkar eru að pæla í, ekki bara stríð og pólitík heldur líka sorg og dauða og missi og ótta. Allar góðar fantasíur fjalla um meira en það sem er á yfirborðinu.“
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira