Mikil bið eftir úttekt á séreignarsparnaði til íbúðarkaupa: „Lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2017 19:00 580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður. Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira
580 hafa sótt um að ráðstafa séreignarsparnaði til kaupa á fyrstu íbúð en vegna erfiðleika í tölvukerfum hefur afgreiðslutími umsókna dregist um fleiri vikur. Bríet Sveinsdótitr, sem er að kaupa fyrstu íbúð, segist þurfa að taka rándýran yfirdrátt í boði ríkisins vegna tafanna. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og fela þau í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði í útgreiðslu eða afborgun af láni við kaup á fyrstu íbúð. Hægt er að sækja um heimildina eftir að þinglýstur kaupsamningur er í hendi. Það gerðu Bríet og sambýlismaðurinn hennar fyrir rúmum sex vikum. Séreignarsparnaðinn ætluðu þau að nota sem útborgun við útgáfu afsals, sem í þeirra tilfelli er á morgun. „Við hringjum í Ríkisskattstjóra og spyrjum frétta af umsókninni og fáum þau svör að það séu um það bil 4-5 vikur, kannski meira, að umsóknin verði afgreidd. Þá erum við að tala um tíu vikur, kannski meira, vegna tæknilegra örðugleika,“ segir Bríet. Samkvæmt lögunum má nýta sparnað frá júlí 2014 og að hámarki 500.000 krónur á ári. Einstaklingur getur því fengið allt að 1.750.000 í útborgun ef sótt er um heimildina í dag. En par allt að þrjár milljónir. Það er því ljóst að um verulega fjárhæð getur verið að ræða. „Við sjáum fram á að brúa bilið með yfirdráttarláni og lántökukostnaði sem því fylgir eða vanefna skyldur okkar samkvæmt kaupsamningi - þetta er lántökukostnaður í boði stjórnsýslunnar,“ segir Bríet. Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri atvinnurekstrarsviðs Ríkisskattstjóra, segir ástæðuna fyrir töfunum vera að þróa þurfti tölvukerfi upp á nýtt vegna nýjunga í úrræðunum og ekki er vitað hvenær það verði tilbúið. 580 hafi sótt um að nýta séreignarsparnað til fyrstu íbúðarkaupa frá því í sumar. „Það eru allir í sömu stöðu. Það er enginn sem hefur getað byrjað að greiða inn á lán. Við erum rétt nýlega farin að geta afgreitt þá sem eru að sæja um útgreiðslu. Þannig að það er komið í gang," segir Jarþrúður.
Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Sjá meira