Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 17:57 Myndin er tekin af sigkatlinum í Öræfajökli í fyrradag. mynd/tómas guðbjartsson Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. Sigketillinn í Öræfajökli hefur stækkað þó nokkuð undanfarið auk þess sem skjálftavirkni í jöklinum hefur aukist undanfarið. Niðurstöður úr mælingum vísindamanna á vatnssýnum sem tekin voru um helgina úr ám sem renna frá Öræfajökli voru kynntar á fundinum. Þær benda til þess að stækkun á sigkatlinum stafi af aukinni jarðhitavirkni, að því er fram kemur á vef almannavarna. „Mælingarnar staðfesta það að vatnið sem rennur í Kvíá er blanda bræðsluvatns og jarðhitavatns. Þannig að það er jarðhitavatn úr katlinum að renna í Kvíá, eins og öll merki sýndu, en það eru ekki merki um það að þetta vatn hafi leikið um kviku eða komist í snertingu við kviku. Það styður það að vatnið eigi þá frekar uppruna sinn í jarðhitakerfi og þá eru meiri líkur á því að jarðhitakerfið hafi örvast vegna jarðskjálftanna og þenslu í eldfjallinu. Það minnkar þá líkur á því að það hafi verið kvikuinnskot sem hafi stigið svo hátt upp í jökulinn. Hins vegar getur innskotið legið á meira dýpið en það er þá ekki bein tenging við jarðhitann,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum í samtali við Vísi.Veðrið setur strik í reikninginn Björn segir að það liggi mest á að setja upp mælitæki hjá jöklinum en það verði að öllum líkindum ekki hægt fyrr en upp úr helginni eða eftir helgi þar sem veðrið hefur sett strik í reikninginn. Það verða því áfram gerðar handvirkar mælingar á svæðinu og sýni tekin úr ánum sem renna frá Öræfajökli. Niðurstöður fundar vísindaráðsins í dag breyta í engu áætlunum vísindamanna og almannavarna og er óvissustig enn í gildi eins og áður segir. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að neyðaráætlun fyrir rýmingu svæðisins ef gos hefst fyrirvaralaust sé nú tilbúin og er vonast til að hægt verði að birta hana á netinu í kvöld svo íbúar svæðisins geti kynnt sér áætlunina. Halda átti íbúafund í Öræfum í kvöld vegna jarðhræringanna í jöklinum en honum var frestað vegna veðurs. Víðir segir að stefnt sé að því að halda íbúafund um eða eftir helgina en veður er svo slæmt í Öræfunum að þjóðvegur 1 frá Skaftafelli að Jökulsárlóni er lokaður. „Okkar mat á niðurstöðum fundarins var að halda óbreyttu almannavarnastigi og að halda áfram þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að síðan á föstudag, það er gerð viðbragðsáætlana, rýmingaráætlana og svo fundarplanið sem við vorum með sem veðrið hefur síðan reyndar áhrif á,“ segir Víðir.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01 Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19 „Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Gervihnattamyndir sýna aukna sprungumyndun í Öræfajökli Nýjar gervihnattamyndir frá Geimvísindastofnun Evrópu sýna að sprungumyndun hefur aukist í miðri öskju Öræfajökuls. Í lok október voru engar sprungur í öskjunni. 21. nóvember 2017 09:01
Veðrið setur strik í reikninginn fyrir austan Fresta hefur þurft kynningu á neyðarrýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss í Öræfajökli. Kynna átti áætlunina fyrir viðbragðsaðilum og íbúum í dag en vonskuveður er fyrir austan. 21. nóvember 2017 13:19
„Líf að færast í þennan risa sem er búinn að sofa í á þriðja hundrað ár“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi, segir jarðhræringar í Öræfajökli síðustu daga sýna að líf sé að færast í þetta næst stærsta virka eldfjall Evrópu. 20. nóvember 2017 20:20