Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2017 19:44 Ef marka má orð Moore sjálfs náði eiginkona hans fyrst athygli hans þegar hún var 15-16 ára en hann þrítugur. Vísir/AFP Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum. Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur. CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu. „Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr. „Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni. Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur. Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum.
Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hvíta húsið vill repúblikana þrátt fyrir ásakanir um kynferðisáreitni Frambjóðandi repúblikana í Alabama er sakaður um að hafa elst við unglingsstúlkur. Hvíta húsið vill að repúblikani þaðan komist á þing til að samþykkja skattalækkanir. 20. nóvember 2017 23:08
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33