Handbolti

Stefán Rafn í viðtali á EHF sjónvarpstöðinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson fagnar þegar hann var leikmaður Rhein-Neckar Löwen.
Stefán Rafn Sigurmannsson fagnar þegar hann var leikmaður Rhein-Neckar Löwen. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson er annar tveggja nýliða í ungverska liðinu SC Pick Szeged á þessu tímabili en liðið spilar í Meistaradeildinni.

Hinn nýliðinn er Rússinn Dmitry Zhitnikov sem kom frá pólska liðinu Wisla Plock fyrir þetta tímabil. Stefán Rafn kom aftur á móti frá danska liðinu Aalborg Håndbold þar sem hann hafði spilað í eitt tímabil.

Þeir félagar eru báðir í viðtali á EHF sjónvarpstöðinni þar sem þeir segja frá upplifun sinni af því að verða komnir í ungverska boltann.

Stefán Rafn segir frá breyttum áherslum spænska þjálfarans Juan Carlos Pastor en hann leggur leikinn upp allt öðru vísi en Hafnfirðingurinn er vanur. Spánverjinn er mikill ná

„Ég hef aðeins spilað í þessu íslenska og skandínavíska kerfi og þetta er því svolítið öðruvísi fyrir mig. Um leið og ég fór að læra þetta þá leið mér mjög vel. Þetta er mjög þægilegt kerfi. Þetta er besta kerfið þegar það gengur upp,“ sagði Stefán Rafn.

Stefán Rafn hrósar líka sérstaklega stuðningsmönnum Szeged liðsins og telur stemmninguna á heimaleikjum liðsins vera þá eina bestu í heimi.

Það má sjá allt innslagið með viðtölum við þá félaga hér fyrir neðan en þar sjást þeir meðal annars spila lofthandbolta í miðbænum í Szeged.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×