Valdatíð hins 93 ára gamla fyrrverandi forseta Simbabve, Robert Mugabe, lauk í gær. Hann stýrði landinu, og þá stundum með harðri hendi, í 37 ár og íbúar landsins virðast vongóðir um að blað hafi verið brotið í sögu landsins og verðandi forseti landsins, Emmerson Mnangagwa, hefur kallað eftir sameiningu og að Simbabve verði endurbyggt. Svo sannarlega er þörf á endurbyggingu þar sem ástand Simbabve er ekki upp á marga fiska. Á 37 árum hefur Mugabe svo til gott sem eyðilagt einn af stöðugustu efnahögum Afríku. Mugabe sjálfur hefur ávalt haldið því fram að efnahagsvandræði Simbabve séu til komin vegna ráðabruggs vesturríkjanna. Umrætt ráðabrugg sé leitt af Bretlandi, fyrrverandi nýlenduherrum Simbabve, og að markmið þess sé að koma honum frá völdum fyrir að reka hvíta bændur af jörðum sínum. Gagnrýnendur hans segja þó að hann hafi engan skilning á því hvernig efnahagur nútímaríkja virki. Enda sagði Mugabe eitt sinn að ríki „gætu ekki orðið gjaldþrota“. Eins og það er orðað á vef BBC þá virðist Mugabe hafa verið staðráðinn í að láta reyna á þessa tilgátu sína.Mikill efnahagslegur vandi Efnahagur Simbabve hefur versnað verulega á undanförnum árum og hungursneyð hafa verið algeng. Sérfræðingar segja að Mugabe hafi ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. Ekki liggur fyrir hvað atvinnuleysi er hátt í Simbabve en fyrr á árinu hélt stærsta verkalýðsfélag landsins því fram að það væri allt að 90 prósent. Á undanförnum árum hefur óðaverðbólga ríkt í Simbabve og náði hún hámarki árið 2008. Opinber verðbólga það ár mældist 231 milljón prósent. Það neyddi ríkisstjórn Mugabe til þess að leggja gjaldmiðil Simbabve niður og taka um dollara. Verg landsframleiðsla Simbabve dróst saman um nærri því helming frá árinu 2000 til 2008. Er það hraðasti samdráttur landsframleiðslu ríkis þar sem ekki er stríð sem hefur mælst, samkvæmt Alþjóðabankanum. Efnahagurinn rétti aðeins úr kútnum á næstu árum en það hefur gengi til baka að miklu leyti að undanförnu.Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPHelsta afrek Mugabe í starfi á rætur að rekja til uppruna Mugabe sem kennari. Hann hefur varið verulegum fjármunum, jafnvel of miklum, í menntun í Simbabve en landið stærði sig af einni hæstu lestrarkunnáttu í Afríku. Um 90 prósent þjóðarinnar kann að lesa og skrifa. Menntakerfi landsins hefur hins vegar beðið hnekki á undanförnum árum, eins og aðrir hlutar ríkisins. Því hefur þó verið haldið fram að með því að byggja upp menntun hafi Mugabe grafið sína eigin gröf, stjórnmálalega séð. Menntaðir íbúar eigi auðveldara með að sjá í gegnum einræðistilburði hans og rekja vandamál ríkisins til spillingar innan ríkisstjórna Mugabe og lélegrar stjórnunar landsins. Fyrir um tveimur vikum tók Mugabe þá ákvörðun að reka Emmerson Mnangagwa úr embætti varaforseta, til að tryggja stöðu eiginkonu sinnar, Grace Mugabe, svo hún gæti tekið við stjórn landsins af honum. Brottreksturinn skipti upp Zanu-PF flokknum og leiddi til þess að her Simbabve, sem leiddur er af nánum bandamanni Mnangagwa, setti Mugabe í stofufangelsi.Ólst upp í mikilli fátækt Rogbert Mugabe fæddist þann 21. febrúar árið 1924. Hann var þriðji sonur foreldra sinna en faðir hans var smiður og móðir hans var kennari. Þau bjuggu í þorpinu Matibiri í suðurhluta landsins sem hét þá Ródesía. Þegar hann var ungur þótti hann klár og góður námsmaður og starfaði hann sem kennari á sínum yngri árum. Þegar hann varð 25 ára gamall fékk hann styrk til háskólanáms í háskólanum í Fort Hare í Suður-Afríku. Þar kynntist hann þeim Julius Nyerere og Kenneth Kaunda, sem urðu forsetar Tansaníu og Sambíu. Eftir námið flutti hann til Ghana, fyrsta ríkis Afríku sem hafði náð sjálfstæði frá nýlenduveldi sínu. Þar kenndi hann um skeið og kynntist fyrstu eiginkonu sinni. Hún hét Sarah Francesca Heyfron og þau voru gift til ársins 1992 þegar hún dó. Það var svo árið 1960 sem að Mugabe sneri aftur til Ródesíu þar sem réttindi svartra höfðu látið undan oftækisstjórn hægri sinnaðra hvítra manna. Þar gekk Mugabe til liðs við stjórnmálaflokkinn National Democratic Party og leiddi hann innan skamms. Þar að auki ritstýrði hann blaði flokksins. Snemma á sjöunda áratugnum fór Mugabe að hvetja til þess að svartir tækju við stjórnvölinn í landinu. Seinna var hann svo fangelsaður af þáverandi forsætisráðherra landsins, Ian Smith, sem hafði boðið sig fram undir kjörorðunum „Hvítari, bjartari Ródesía“. Hann hafði þá gengið til liðs við stjórnmálaflokkinn Zimbabwe African People‘s Union en í fangelsi sleit hann sig frá þeim flokki og stofnaði flokkinn Zimbabwean African National Union, eða Zanu. Mugabe var sleppt úr fangelsi árið 1974 og fékk hann að fara á ráðstefnu í Sambíu. Þaðan flúði hann þó til Mósambík og gekk til liðs við Zimbabwe African National Liberation Army, sem barðist gegn yfirvöldum Ródesíu. Stríðið þar í landi hafði þá staðið yfir um nokkurt skeið og lauk því árið 1979 fyrir fylkingu Mugabe. Í fyrstu frjálsu kosningum landsins 1980 vann flokkur Mugabe, Zanu, yfirgnæfandi sigur. Nafni landsins var breytt í Simbabve. Eftir sjálfstæði stóð Simbabve mjög vel, þrátt fyrir skort á auðlindum. Ríkisstjórn Mugabe byggði upp sjálfbæran efnahag og öflug landbúnaðarkerfi. Ríkið var oft nefnt brauðkarfa Afríku.Robert Mugabe og Joshua Nkomo á árum áður.Vísir/GettyÞað var árið 2000 sem Mugabe lenti fyrst í vandræðum með stjórn sína í Simbabve. Þá tapaði hann þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir það sendi hann heri og vopnaðar sveitir sínar til að tryggja völd sín. Hvítir bændur voru reknir á brott, oft með miklu ofbeldi, og fylgjendur hans fengu að taka yfir land þeirra. Umrædd býli voru bakbein efnahags Simbabve og við rekstri þeirra tóku gamlir hermenn og aðrir fylgjendur Mugabe sem stóðu sig ekki nærri því jafn vel. Sömuleiðis var ráðist á andstæðinga Mugabe og gagnrýnendur hans voru handteknir. Ofbeldi og morðum var beitt í pólitískum tilgangi.Snýst gegn bandamönnum sínum Þegar byltingunni lauk árið 1979 voru tvær fylkingar sem stóðu uppi. Mugabe leiddi Zanu og var studdur af Kína. Joshua Nkomo leiddi fylkinguna Zapu og var studdur af Rússlandi. Auk þess að tilheyra tveimur mismunandi fylkingum tilheyrðu þeir einnig mismunandi ættbálkum. Mugabe tilheyrði Shona-fólkinu og Nkomo tilheyrði Ndebele ættbálknum. Ættbálkar þessir höfðu eldað grátt silfur saman um langt skeið. Árið 1980 varð Mugabe forsætisráðherra með fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna og Bretlands og Nkomo varð að gefa eftir og sætta sig við ráðherrastól í ríkisstjórn Mugabe.Tveimur árum seinna lýsti Mugabe því yfir að Nkomo væri snákur og sakaði hann um að skipuleggja valdarán. Nkomo sá í hvað stefndi og flúði land. Mugabe sendi umdeilda herdeild sína, sem þjálfuð var í Norður-Kóreu, til Matabeleland, hjartlands ættbálks Nkomo. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi verið myrt af hermönnunum.Nokkrum árum seinna hafði Mugabe tryggt völd sín að fullu og varð hann forseti Simbabve árið 1987 með því að sameina embætti forsætisráðherra, forseta og yfirmanns hersins. Hann skrifaði einnig undir sáttmála við Nkomo sem kom og sat í táknrænu embætti varaforseta. Zapu gekk inn í Zano og úr varð Zano-PF. Simbabve var orðið einræðisríki. Síðan þá hefur efnahagur landsins versnað og versnað og dregið hefur verulega úr afköstum landbúnaðar Simbabve. Það var svo árið 2000 sem Mugabe tók allan vafa af því hvort hann væri einræðisherra. Þá tóku stuðningsmenn forsetans yfir jarðir hvítra bænda í miklu mæli. Oft með ofbeldi og jafnvel morðum. Mugabe hélt því fram að um réttlæti væri að ræða en niðurstaðan var sú að afköst landbúnaðar ríkisins drógust enn meira saman, efnahagurinn versnaði og hungursneið urðu víða. Á fyrsta áratug þessarar aldar náðu pólitískir andstæðingar Mugabe dampi. Þá sérstaklega flokkurinn Movement for Democratic Change sem Morgan Tsvangirai leiddi. Þá byrjuðu stuðningsmenn Mugabe að beita kosningasvindli, ofbeldi og gera fátækum erfiðara að kjósa. Árið 2008 vann Tsvangirai fyrri lotu forsetakosninga í Simbabve og Mugabe brást við menn því að kenna vestrænum ríkjum um samsæri gegn sér. Tsvangirai var svo þvingaður til að draga framboð sitt til baka vegna hótana og ofbeldis í garð stuðningsmanna hans.Mikil fagnaðarlæti brutust út í Simbabve í gær eftir að forseti þingsins tilkynnti afsögn Mugabe.Vísir/EPAVafasöm arfleifð Arfleifð Mugabe til Simbabve er fátækt, ónýtur gjaldmiðill, verðbólga, hrynjandi menntunar- og heilbrigðiskerfi, atvinnuleysi, heimilisleysi og hungursneyð í ríkinu sem áður var kallað „Matarkarfa Afríku“. Í hvert sinn sem tækifæri gafst, fórnaði Mugabe hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi. Kennarinn sem varð að uppreisnarmanni, sem varð að frelsishetju, varð að harðstjóra. Nú er spurningin bara hvað tekur við. Emmerson Mnangagwa, sem gjarnan er kallaður krókódíllinn vegna klókinda hans, mun að öllum líkindum taka við embætti forseta á föstudaginn. Mnangagwa, sem var varaforseti Simbabve, hefur lengi verið mikill bandamaður Mugabe og hefur tengst mörgum af umdeildustu málum Mugabe. Þó íbúar Simbabve hafi losnað við einræðisherra og harðstjóra er alls ekki öruggt að þau séu laus undan einræði og harðstjórn.From "I am Hitler" to "I have beaten Christ": Robert Mugabe in his own words pic.twitter.com/gByynQEFz1— AFP news agency (@AFP) November 22, 2017 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Valdatíð hins 93 ára gamla fyrrverandi forseta Simbabve, Robert Mugabe, lauk í gær. Hann stýrði landinu, og þá stundum með harðri hendi, í 37 ár og íbúar landsins virðast vongóðir um að blað hafi verið brotið í sögu landsins og verðandi forseti landsins, Emmerson Mnangagwa, hefur kallað eftir sameiningu og að Simbabve verði endurbyggt. Svo sannarlega er þörf á endurbyggingu þar sem ástand Simbabve er ekki upp á marga fiska. Á 37 árum hefur Mugabe svo til gott sem eyðilagt einn af stöðugustu efnahögum Afríku. Mugabe sjálfur hefur ávalt haldið því fram að efnahagsvandræði Simbabve séu til komin vegna ráðabruggs vesturríkjanna. Umrætt ráðabrugg sé leitt af Bretlandi, fyrrverandi nýlenduherrum Simbabve, og að markmið þess sé að koma honum frá völdum fyrir að reka hvíta bændur af jörðum sínum. Gagnrýnendur hans segja þó að hann hafi engan skilning á því hvernig efnahagur nútímaríkja virki. Enda sagði Mugabe eitt sinn að ríki „gætu ekki orðið gjaldþrota“. Eins og það er orðað á vef BBC þá virðist Mugabe hafa verið staðráðinn í að láta reyna á þessa tilgátu sína.Mikill efnahagslegur vandi Efnahagur Simbabve hefur versnað verulega á undanförnum árum og hungursneyð hafa verið algeng. Sérfræðingar segja að Mugabe hafi ítrekað fórnað hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi sem æðsti maður landsins. Ekki liggur fyrir hvað atvinnuleysi er hátt í Simbabve en fyrr á árinu hélt stærsta verkalýðsfélag landsins því fram að það væri allt að 90 prósent. Á undanförnum árum hefur óðaverðbólga ríkt í Simbabve og náði hún hámarki árið 2008. Opinber verðbólga það ár mældist 231 milljón prósent. Það neyddi ríkisstjórn Mugabe til þess að leggja gjaldmiðil Simbabve niður og taka um dollara. Verg landsframleiðsla Simbabve dróst saman um nærri því helming frá árinu 2000 til 2008. Er það hraðasti samdráttur landsframleiðslu ríkis þar sem ekki er stríð sem hefur mælst, samkvæmt Alþjóðabankanum. Efnahagurinn rétti aðeins úr kútnum á næstu árum en það hefur gengi til baka að miklu leyti að undanförnu.Robert og Grace Mugabe.Vísir/AFPHelsta afrek Mugabe í starfi á rætur að rekja til uppruna Mugabe sem kennari. Hann hefur varið verulegum fjármunum, jafnvel of miklum, í menntun í Simbabve en landið stærði sig af einni hæstu lestrarkunnáttu í Afríku. Um 90 prósent þjóðarinnar kann að lesa og skrifa. Menntakerfi landsins hefur hins vegar beðið hnekki á undanförnum árum, eins og aðrir hlutar ríkisins. Því hefur þó verið haldið fram að með því að byggja upp menntun hafi Mugabe grafið sína eigin gröf, stjórnmálalega séð. Menntaðir íbúar eigi auðveldara með að sjá í gegnum einræðistilburði hans og rekja vandamál ríkisins til spillingar innan ríkisstjórna Mugabe og lélegrar stjórnunar landsins. Fyrir um tveimur vikum tók Mugabe þá ákvörðun að reka Emmerson Mnangagwa úr embætti varaforseta, til að tryggja stöðu eiginkonu sinnar, Grace Mugabe, svo hún gæti tekið við stjórn landsins af honum. Brottreksturinn skipti upp Zanu-PF flokknum og leiddi til þess að her Simbabve, sem leiddur er af nánum bandamanni Mnangagwa, setti Mugabe í stofufangelsi.Ólst upp í mikilli fátækt Rogbert Mugabe fæddist þann 21. febrúar árið 1924. Hann var þriðji sonur foreldra sinna en faðir hans var smiður og móðir hans var kennari. Þau bjuggu í þorpinu Matibiri í suðurhluta landsins sem hét þá Ródesía. Þegar hann var ungur þótti hann klár og góður námsmaður og starfaði hann sem kennari á sínum yngri árum. Þegar hann varð 25 ára gamall fékk hann styrk til háskólanáms í háskólanum í Fort Hare í Suður-Afríku. Þar kynntist hann þeim Julius Nyerere og Kenneth Kaunda, sem urðu forsetar Tansaníu og Sambíu. Eftir námið flutti hann til Ghana, fyrsta ríkis Afríku sem hafði náð sjálfstæði frá nýlenduveldi sínu. Þar kenndi hann um skeið og kynntist fyrstu eiginkonu sinni. Hún hét Sarah Francesca Heyfron og þau voru gift til ársins 1992 þegar hún dó. Það var svo árið 1960 sem að Mugabe sneri aftur til Ródesíu þar sem réttindi svartra höfðu látið undan oftækisstjórn hægri sinnaðra hvítra manna. Þar gekk Mugabe til liðs við stjórnmálaflokkinn National Democratic Party og leiddi hann innan skamms. Þar að auki ritstýrði hann blaði flokksins. Snemma á sjöunda áratugnum fór Mugabe að hvetja til þess að svartir tækju við stjórnvölinn í landinu. Seinna var hann svo fangelsaður af þáverandi forsætisráðherra landsins, Ian Smith, sem hafði boðið sig fram undir kjörorðunum „Hvítari, bjartari Ródesía“. Hann hafði þá gengið til liðs við stjórnmálaflokkinn Zimbabwe African People‘s Union en í fangelsi sleit hann sig frá þeim flokki og stofnaði flokkinn Zimbabwean African National Union, eða Zanu. Mugabe var sleppt úr fangelsi árið 1974 og fékk hann að fara á ráðstefnu í Sambíu. Þaðan flúði hann þó til Mósambík og gekk til liðs við Zimbabwe African National Liberation Army, sem barðist gegn yfirvöldum Ródesíu. Stríðið þar í landi hafði þá staðið yfir um nokkurt skeið og lauk því árið 1979 fyrir fylkingu Mugabe. Í fyrstu frjálsu kosningum landsins 1980 vann flokkur Mugabe, Zanu, yfirgnæfandi sigur. Nafni landsins var breytt í Simbabve. Eftir sjálfstæði stóð Simbabve mjög vel, þrátt fyrir skort á auðlindum. Ríkisstjórn Mugabe byggði upp sjálfbæran efnahag og öflug landbúnaðarkerfi. Ríkið var oft nefnt brauðkarfa Afríku.Robert Mugabe og Joshua Nkomo á árum áður.Vísir/GettyÞað var árið 2000 sem Mugabe lenti fyrst í vandræðum með stjórn sína í Simbabve. Þá tapaði hann þjóðaratkvæðagreiðslu. Eftir það sendi hann heri og vopnaðar sveitir sínar til að tryggja völd sín. Hvítir bændur voru reknir á brott, oft með miklu ofbeldi, og fylgjendur hans fengu að taka yfir land þeirra. Umrædd býli voru bakbein efnahags Simbabve og við rekstri þeirra tóku gamlir hermenn og aðrir fylgjendur Mugabe sem stóðu sig ekki nærri því jafn vel. Sömuleiðis var ráðist á andstæðinga Mugabe og gagnrýnendur hans voru handteknir. Ofbeldi og morðum var beitt í pólitískum tilgangi.Snýst gegn bandamönnum sínum Þegar byltingunni lauk árið 1979 voru tvær fylkingar sem stóðu uppi. Mugabe leiddi Zanu og var studdur af Kína. Joshua Nkomo leiddi fylkinguna Zapu og var studdur af Rússlandi. Auk þess að tilheyra tveimur mismunandi fylkingum tilheyrðu þeir einnig mismunandi ættbálkum. Mugabe tilheyrði Shona-fólkinu og Nkomo tilheyrði Ndebele ættbálknum. Ættbálkar þessir höfðu eldað grátt silfur saman um langt skeið. Árið 1980 varð Mugabe forsætisráðherra með fjárhagslegum stuðningi Bandaríkjanna og Bretlands og Nkomo varð að gefa eftir og sætta sig við ráðherrastól í ríkisstjórn Mugabe.Tveimur árum seinna lýsti Mugabe því yfir að Nkomo væri snákur og sakaði hann um að skipuleggja valdarán. Nkomo sá í hvað stefndi og flúði land. Mugabe sendi umdeilda herdeild sína, sem þjálfuð var í Norður-Kóreu, til Matabeleland, hjartlands ættbálks Nkomo. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi verið myrt af hermönnunum.Nokkrum árum seinna hafði Mugabe tryggt völd sín að fullu og varð hann forseti Simbabve árið 1987 með því að sameina embætti forsætisráðherra, forseta og yfirmanns hersins. Hann skrifaði einnig undir sáttmála við Nkomo sem kom og sat í táknrænu embætti varaforseta. Zapu gekk inn í Zano og úr varð Zano-PF. Simbabve var orðið einræðisríki. Síðan þá hefur efnahagur landsins versnað og versnað og dregið hefur verulega úr afköstum landbúnaðar Simbabve. Það var svo árið 2000 sem Mugabe tók allan vafa af því hvort hann væri einræðisherra. Þá tóku stuðningsmenn forsetans yfir jarðir hvítra bænda í miklu mæli. Oft með ofbeldi og jafnvel morðum. Mugabe hélt því fram að um réttlæti væri að ræða en niðurstaðan var sú að afköst landbúnaðar ríkisins drógust enn meira saman, efnahagurinn versnaði og hungursneið urðu víða. Á fyrsta áratug þessarar aldar náðu pólitískir andstæðingar Mugabe dampi. Þá sérstaklega flokkurinn Movement for Democratic Change sem Morgan Tsvangirai leiddi. Þá byrjuðu stuðningsmenn Mugabe að beita kosningasvindli, ofbeldi og gera fátækum erfiðara að kjósa. Árið 2008 vann Tsvangirai fyrri lotu forsetakosninga í Simbabve og Mugabe brást við menn því að kenna vestrænum ríkjum um samsæri gegn sér. Tsvangirai var svo þvingaður til að draga framboð sitt til baka vegna hótana og ofbeldis í garð stuðningsmanna hans.Mikil fagnaðarlæti brutust út í Simbabve í gær eftir að forseti þingsins tilkynnti afsögn Mugabe.Vísir/EPAVafasöm arfleifð Arfleifð Mugabe til Simbabve er fátækt, ónýtur gjaldmiðill, verðbólga, hrynjandi menntunar- og heilbrigðiskerfi, atvinnuleysi, heimilisleysi og hungursneyð í ríkinu sem áður var kallað „Matarkarfa Afríku“. Í hvert sinn sem tækifæri gafst, fórnaði Mugabe hagsmunum ríkis og þjóðar til að tryggja sig í sessi. Kennarinn sem varð að uppreisnarmanni, sem varð að frelsishetju, varð að harðstjóra. Nú er spurningin bara hvað tekur við. Emmerson Mnangagwa, sem gjarnan er kallaður krókódíllinn vegna klókinda hans, mun að öllum líkindum taka við embætti forseta á föstudaginn. Mnangagwa, sem var varaforseti Simbabve, hefur lengi verið mikill bandamaður Mugabe og hefur tengst mörgum af umdeildustu málum Mugabe. Þó íbúar Simbabve hafi losnað við einræðisherra og harðstjóra er alls ekki öruggt að þau séu laus undan einræði og harðstjórn.From "I am Hitler" to "I have beaten Christ": Robert Mugabe in his own words pic.twitter.com/gByynQEFz1— AFP news agency (@AFP) November 22, 2017
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent