Tímaspursmál hvenær konur ryfu þögnina 23. nóvember 2017 06:45 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna. vísir/Ernir Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Það var aðeins tímaspursmál hvenær stíflan myndi bresta og konur rjúfa þögnina um kynbundið ofbeldi innan stjórnmálanna sem sé hluti af vinnustaðarmenningu Alþingis sem taka þarf föstum tökum. Þetta segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, sem ásamt hópi annarra karl á þingi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem lýst er yfir vilja til að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna á þriðjudag undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“ um að karlar axli ábyrgð og stjórnmálaflokkarnir taki af festu á kynbundnu ofbeldi. „Þessi hópur kom saman vikuna eftir kosningar þannig að við höfum verið að stefna að því að gera eitthvað síðan þá,“ segir Andrés Ingi en tilefnið var #MeToo vakningin sem á undanförnum vikum hefur afhjúpað kynbundið ofbeldi innan fjölda stétta. „Það var kannski bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fram. Þetta er einhver hluti af vinnustaðarmenningunni á Alþingi sem þarf að takast á við og eitthvað sem við viljum skoða; hvernig við getum byggt upp betra andrúmsloft á þingi.“ Þegar hafi verið rætt við UN Women um þá hugmynd að skipuleggja s.k. „Barbershop“ fyrir þingmenn sem myndi að sögn Andrésar fela í sér starfsdag í þinginu þar sem allir þingmenn, karlar og konur, ræði þessi mál opinskátt. „Þetta væri einn stór viðburður í upphafi kjörtímabils en svo þurfum við að hafa viðvarandi samtal í gangi um frekari aðgerðir.“ Aðspurður kveðst Andrés sjálfur ekki hafa orðið vitni að áreitni eða óviðeigandi framkomu kollega þann tíma sem hann hefur setið á þingi. „Ég man ekki til þess en það er alltaf möguleiki að maður sé orðinn svo samdauna kerfinu að maður sjái það ekki. Það er eitt af því sem við þurfum að ræða og vinna á ef sú er raunin. Það eru allir mjög viljugir að stíga þetta skref.“ Nýir þingmenn fá fræðslu og kennslu áður en þeir setjast á þing þar sem þeir eru settir inn í siði og venjur, hvernig þeir eiga að bera sig að og haga sér í starfi. Andrés segir aðspurður að það geti verið af hinu góða að þingið taki upp sambærilega fræðslu um kynbundið ofbeldi.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira