Íslensk afrekssundkona: Er þetta ekki eitthvert djók? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2017 08:30 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Vísir/AFP Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér. Sund Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Sundkonan Ingibjörg Kristín Jónsdóttir er allt annað en sátt með ákvörðun Sundsambands Íslands að bjóða stjórnarfólki Sundsambandsins á EM í Kaupmannahöfn á meðan landsliðsfólkið greiddi sambærilega upphæð fyrir að fara á Smáþjóðaleikana fyrr á þessu ári. „Ég held að allir séu orðnir mjög langþreyttir á þessu ástandi, og það er bara kornið sem fyllti mælinn að Sundsambandið sé nú tilbúið að greiða stjórnarmönnum fyrir að fara á mót. Er þetta eitthvert djók? Hvernig er verið að forgangsraða?“ spyr Ingibjörg en hún ræðir óánægju sína við Morgunblaðið í dag. Landsliðfólkið hefur í gegnum tíðina þurft að greiða sjálft ferðakostnað á mót eins og Norðurlandamót og Smáþjóðaleika. Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, svara fyrir þetta í Morgunblaðinu þar sem hann segir að 2 til 3 stjórnarmenn af ellefu ætli að nýta þennan styrk og sækja Kaupmannahöfn heim í desember. Einn stjórnarmannanna, afrekssundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir, er keppandi á mótinu. „Það má alveg spyrja hvort það hefði frekar átt að taka þennan pening og nota til að borga til baka til sundfólksins. Það má líka spyrja sig að því hvort óeðlilegt sér að fólki sem tekur að sér ábyrgð fyrir íþróttagrein, gefist tækifæri að minnsta kosti einu sinni á fjögurra ára tímabili í stjórn til að fara og fylgja eftir keppendum. Ég lít ekki á þetta sem einhverja umbun heldur eru þarna einstaklingar að fara, í sjálfboðastarfi og á eigin tíma, til að auka þekkingu sína á þeirri íþrótt sem þeir eru í forsvari fyrir,“ sagði Hörður í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag. „Ég skil ekki hvernig Sundsambandið getur átt pening fyrir stjórnarmenn til að þess að horfa á Evrópumeistaramót en sundmennirnir sjálfir þurfa að borga sjálfir til þess að taka þátt á móti fyrir Íslands hönd. Það þurftu átta stelpur og átta strákar að borga 58 þúsund krónur hvert til að fara á Smáþjóðaleikana, en Sundsambandið er tilbúið að borga 50 þúsund á mann fyrir ellefu stjórnarmenn til að fara að horfa á Evrópumeistaramótið. Ég tel þetta ekki vera rétt forgangsröðin,“ sagði Ingibjörg Kristín Jónsdóttir í viðtalinu við Sindra. „Þetta eru 150 til 200 þúsund krónur sem verða lagðar í þetta að þessu sinni. Ástæðan er ekki sú að búa til einhverja skemmtiferð fyrir fólk, heldur fyrst og fremst að aðstoða fólk við að sækja sér þekkingu og upplýsingar til að sinna sínu starfi sem stjórnarfólk betur,“ sagði Hörður ennfremur við Sindra en það má sjá alla umfjöllunina um málið með því að smella hér.
Sund Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira