Lengi langað að heimsækja Ísland Guðný Hrönn skrifar 23. nóvember 2017 13:45 Ky-Mani ætlar að heiðra minningu föður síns með tónleikaferðalagi sem hefst á Íslandi. NORDICOHOTOS/GETTY „Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“ Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Ísland hefur lengi verið ofarlega yfir staði sem mig langar að heimsækja,“ segir tónlistarmaðurinn Ky-Mani Marley, stundum kallaður Maestro Marley, sem heldur tónleika hér á landi í janúar en Ísland er fyrsti áfangastaðurinn á tónleikaferðalagi sem hann setti á laggirnar til að heiðra minningu föður síns. Ky-Mani er sonur reggígoðsagnarinnar Bobs Marley en tónlist hans á sér marga aðdáendur hér á landi og Ky-Mani þykir vænt um það. „Þegar ég frétti að margir Íslendingar kunni vel að meta tónlist föður míns, þá fann ég að ég var tilbúinn,“ útskýrir hann.Bob Marley hefði orðið 73 ára í febrúar á næsta ári hefði hann lifað.NORDICPHOTOS/GETTY„Nafn mitt, Ky-Mani, er austur-afrískt að uppruna og þýðir „ferðamaður sem þyrstir í ævintýri“,“ segir Ky-Mani sem elskar að ferðast. Eftir Íslandsheimsóknina verður förinni svo heitið til Mið-Austurlanda og Afríku. Spurður út í hvort hann ætli sér að verja einhverjum tíma á Íslandi í að skoða landið svarar hann játandi. „Klárlega. Ég myndi gjarnan vilja fá tækifæri til að skoða alla fallegu staðina sem ég hef séð í tímaritum og á netinu.“ Planið var ekki að fara í tónlistÞegar Ky-Mani var yngri áttu íþróttir hug hans og hjarta og hann ætlaði sér ekki að feta í fótspor föður síns og vinna við tónlist. En hlutirnir æxluðust þannig að hann fór í tónlist og leiklist.„Í dag er það mér mikill heiður að hafa þessi tengsl við arfleifð hans og tónlist.“ Aðspurður hvort hann álíti sína tónlist eiga mikið skylt við tónlist pabba síns kveðst Ky-Mani í það minnsta vinna með sömu skilaboð og Bob Marley: „One love, one heart, one destiny.“ Ky-Mani tekur fram að tónlist hans eigi sér engin landamæri og ekki sé hægt að flokka hann eingöngu sem reggítónlistarmann. „Ég hef stundum verið skilgreindur sem tónlistarmaður án takmarka vegna þess að ég vinn með svo fjölbreyttar tónlistarstefnur.“ Eins og áður sagði hefur Ky-Mani líka tekist á við leiklist og leikið í nokkrum kvimyndum og þáttum. „Ég nýt þess að vinna í hvoru tveggja [tónlist og leiklist], vegna þess að ég fæ að segja sögur sem ég vona að veiti aðdáendum mínum innblástur. Ég vil hafa bóg fyrir stafni og vera skapandi,“ segi Ky-Mani sem er þessa stundina að vinna að nýrri tónlist ásamt því að skrifa handrit að kvikmynd. „Ég er að skrifa mitt fyrsta handrit og ég hlakka til að byrja í tökum.“
Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira