Gamli KR-ingurinn sagði „nei takk“ við Lars Lagerbäck Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2017 11:00 André Hansen. Vísir/EPA Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira
Norski markvörðurinn André Hansen er hættur að gefa kost á sér í norska fótboltalandsliðið og ætlar bara að einbeita sér að spila með Rosenborg. Hansen er þó bara 27 ára gamall og ætti sem markvörður að eiga mörg ár eftir en hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta í landsliðinu. Hansen hefur verið í hópnum hjá Lars Lagerbäck en ekki fengið mörg tækifæri inn á vellinum. Hansen hefur aðeins spilað þrjá A-landsleiki á ferlinum. André Hansen sagði frá þessari ákvörðun sinni í viðtali við Nettavisen eftir tap Rosenborg á móti Real Sociedad í Evrópudeildinni í gærkvöldi. „Ég er hættur í landsliðinu. Ég hringdi í þá og lét vita áður en síðasti hópurinn var valinn,“ sagði André Hansen í viðtalinu við Nettavisen. Við Íslendingar og þá sérstaklega KR-ingar kannast vel við kappann. André Hansen lék nefnilega á sínum tíma átta leiki með KR í úrvalsdeildinni 2009. Hansen stóð sig mjög vel og varði meðal annars þrjár vítaspyrnur þetta sumar. Hansen var þá aðeins tvítugur en hann fékk sitt fyrsta alvöru tækifæri í norsku deildinni með Odd Grenland. Hansen hefur spilað með Rosenborg frá árinu 2015. „Ég hef verið í fimm og hálft ár í landsliðinu en hef aldrei verið nálægt því að vera umræðunni um að fá að spila. Það er tímafrekt að vera í landsliðinu, ég er að eldast og er farinn að hugsa meira um að hvíla skrokkinn,“ sagði André Hansen en hann vill nú eyða tímanum frekar með fjölskyldunni en að sitja á bekknum hjá Lars Lagerbäck. André Hansen talaði þó ekki við Lars Lagerbäck sjálfan heldur sagði aðeins markvarðarþjálfara norska landsliðsins frá ákvörðun sinni. Það eru samt ekki allir sem segja „nei takk“ við Lars Lagerbäck en Hansen er greinilega búinn að fá sinn skammt af aukahlutverkum með landsliðinu.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjá meira