Munu fara með fólk í ferðalag aftur í tímann Guðný Hrönn skrifar 24. nóvember 2017 10:45 Björgvin Franz og Esther ætla að færa fólki jólaanda sjötta áratugarins. vísir/vilhelm Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Björgvin Franz Gíslason og Esther Jökulsdóttir ætla að ferðast með fólk aftur í tímann á jólatónleikum sínum þann 7. desember. Bæði heillast þau mjög af jólastemningunni sem ríkti í Ameríku á sjötta og sjöunda áratugnum og ætla þau að færa gestum sínum þá stemningu beint í æð í Gaflaraleikhúsinu. „Þetta er í raun jólasöngskemmtun en ekki bara tónleikar þar sem sögusviðið er í kringum1954. Þegar maður sér þessi kósíjól, sem Dean Martin og allir þessir kappar héldu, þá sér maður að þetta var allt svo kósí og allir virkuðu svo hamingjusamir. Okkur langaði svo að búa þá stemningu til,“ segir Björgvin. Hann segir mikið lagt í alla umgjörð sýningarinnar þar sem leikmynd og búningar ná að fanga þennan anda„Fólki á að líða eins og það sé komið aftur í tímann. Vanalega væri fólk til dæmis beðið um að slökkva á farsímanum sínum fyrir svona skemmtun, en þar sem árið er 1954, þá er það algjör óþarfi.“ Persónur Björgvins og Estherar eru íslenskir tónlistarmenn sem hafa ferðast um Bandaríkin og skemmt ríka og fræga fólkinu, að eigin sögn. „Þetta er fólk sem er búið að vera að skemmta í Ameríku og kemur til Íslands til að færa alþýðunni „alvöru“ jól eins og þau kalla það. Þau eru svolítið yfirlætisfull, hann er drykkfelldur og hún meðvirk. En á yfirborðinu er voða mikil gleði og gaman,“ segir hann og hlær. Aðspurður hvað það er sem heilli þau svona mikið við ameríska gamaldags jólastemningu segir Björgvin: „Bara það að horfa á þessi jól sem var verið að færa fram í bíómyndum þar sem allir voru í jólapeysum, með viskí, kakó og sykurpúða og sátu fyrir framan arineldinn á meðan snjóaði úti. Það var allt svo ótrúlega kósí.“ Björgvin tekur fram að þau óski sér að fólk nái að gleyma sér í jólaamstrinu á sýningu þeirra. Þess má geta að úrvalslið tónlistarmanna verður þeim til halds og trausts á tónleikunum og aðstoðar þau við að flytja öll bestu jólalög sjötta og sjöunda áratugarins undir stjórn Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Tónlist Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira