Kvika komin upp undir yfirborð Öræfajökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 24. nóvember 2017 23:00 Horft yfir Öræfajökul í síðustu viku. Sigketillinn sést vel í miðju toppgígsins. Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Eldsumbrot eru í raun hafin í Öræfajökli og langlíklegast að kvika sé komin mjög nærri yfirborði og hafi jafnvel þegar komist í gegn. Þetta er mat Ólafs G. Flóvenz jarðeðlisfræðings og forstjóra ÍSOR, en rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Það var í síðustu viku sem tilkynnt var um jarðhitavatn undan Öræfajökli. Þegar flogið var yfir eldfjallið sást að sigketill hafði myndast í toppgígnum. Almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi en vísindaráð þeirra dró þá ályktun að stækkun sigketilsins stafaði af aukinni jarðhitavirkni. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, er jarðeðlisfræðingur og jarðhitasérfræðingur.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Helsti jarðhitasérfræðingur landsins, jarðeðlisfræðingurinn Ólafur Flóvenz, bendir hins vegar á að ekki sé vitað um háhitasvæði í grennd við neina af stærstu eldkeilum landsins, eins og Öræfajökul, Snæfellsjökul, Heklu og Eyjafjallajökul. „Þetta eru jafnframt eldfjöll sem standa hátt upp yfir umhverfi sitt. Það segir mér að öll kvikan sem hefur komið djúpt úr jörðu til að mynda þessi eldfjöll hefur ekki sest að inni í jarðskorpunni og myndað kvikuinnskot sem nægja til þess að búa til háhitakerfi heldur hefur allt efnið farið upp til yfirborðs og myndað þessi háu fjöll,“ segir Ólafur.Vísindamenn taka sýni af vatnsrennsli undan Öræfajökli í síðustu viku.„Við getum ekki búist við því að bráðnunin sem á sér stað undir toppgígnum í Öræfajökli stafi af því að það hafi allt í einu komið jarðhiti, eða opnast inn í eitthvað jarðhitakerfi sem er undir jöklinum, heldur hlýtur að hafa komið nýr varmagjafi nokkuð snögglega inn í fjallið. Það verður ekki betur séð en að það hljóti að hafa komið kvikuinnskot, sem jarðskjálftarnir bera kannski vitni um, djúpt úr jörðu og alveg upp undir yfirborð í jöklinum.” Hann telur því ekki hægt að skýra atburðinn með jarðhitavirkni, heldur hljóti að hafa orðið kvikuinnskot. Ólafur telur kvikuna hafa komist mjög nærri yfirborði eldfjallsins og hugsanlega alla leið í gegn. Hann kveðst viss um að eldsumbrot séu í gangi í jöklinum, þótt þau hafi ekki náð yfirborði. „Hins vegar veit enginn hvort þetta er um garð gengið. Það gæti alveg verið að þetta hafi verið einn stakur atburður sem er bara búinn. En það veit enginn og getur enginn sagt.” Á heimasíðu ÍSOR birtir Ólafur hugleiðingar sínar um eldsumbrot í Öræfajökli og tiltekur kjarna röksemdarfærslunnar. Hér má sjá viðtal við Ólaf í fréttum Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Stefnir í að losunarskuldbindingar náist Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Óvissustig enn í gildi vegna Öræfajökuls: Talið að jarðhitavirkni stækki sigketilinn Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna jarðhræringa í Öræfajökli en vísindaráð almannavarna kom saman til fundar í dag til þess að ræða mælingar og vöktun jökulsins. 21. nóvember 2017 17:57
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04
Rannsaka brennisteinslykt við Kvíá Í tilkynningu frá náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands segir að óvenjulegt sé að brennisteinslykt finnist á þessu svæði. 16. nóvember 2017 18:46