Tíu ára gömul íslensk leikkona sló í gegn á kvikmyndahátíð í Tallin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 20:56 Unga leikkonan Kristjana Thors sýndi mikið hugrekki á kvikmyndahátíð í Tallin. Black Nights Film Festival Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hin tíu ára gamla Kristjana Thors sem fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Sumarbörnum sló í gegn á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Tallin í gær. Kristjana lét engan bilbug á sér finna og sýnda mikla hugdirfsku þegar hún sagði frá kvikmyndinni á ensku og sló í gegn að sögn viðstaddra. Hún, auk aðstandenda myndarinnar, sat fyrir svörum frammi fyrir fullum sal. Á kvikmyndahátíðinni Black Nights í Tallin í Eistlandi var alþjóðleg frumsýning á kvikmyndinni Sumarbörn. Guðrún Ragnarsdóttir, leikstjóri myndarinnar, smellir kossi á aðalleikonu myndarinnar, Kristjönu Thors.Anna María KarlsdóttirKvikmyndin keppir til verðlauna í flokki fyrstu myndar leikstjóra og verða úrslitin ljós 2. desember. Á hátíðinni fangaði Kristjana inntak kvikmyndarinnar Sumarbarna þegar hún sagði að börn þyrftu á ást að halda frá þeim sem um þau sjá. Það sé ekki nóg að gefa þeim að borða og leyfa þeim að leika sér því það þurfi að huga að tilfinningum barna. „Þau þurfa á umhyggju að halda. Þau þurfa á ást að halda frá foreldrum þeirra og því fólki sem sér um þau,“ segir Kristjana í sjónvarpsviðtali. Aðalleikarar kvikmyndarinnar eru Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson, Hera Hilmarsdóttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir kvikmyndinni.Sumarbörn fjallar um systkinin Eydísi og Kára sem eru send til sumardvalar á barnaheimili vegna erfiðleika heima fyrir. Kristjana Thors segir að börn þurfi á ást og umhyggju að halda.Black Nights Film Festival
Menning Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira