Einungis hægt að pissa með greiðslukorti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2017 08:30 Ein stærsta skiptistöð Strætó er í Mjóddinni. vísir/anton brink Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að opna á ný almenningssalerni í skiptistöð Strætó við Þönglabakka í Breiðholtinu og stendur til að salernin verði opnuð um mánaðamótin. Gestum skiptistöðvarinnar mun þá standa til boða að greiða 200 krónur fyrir aðgang að klósettinu, með greiðslukorti. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir þetta skref í rétta átt en hann hefur undanfarið lagt fram tillögur er varða skiptistöðina. Hins vegar sé enn þörf á að ráðast í ýmsar lagfæringar.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brink„Ég held að það séu tvö ár síðan ég lagði fram tillögu um að það yrði farið í uppfærslu. Það var ýmislegt sem þurfti að laga. Salernin voru ekki í notkun, svo þurfti að endurnýja húsbúnað og koma fyrir fleiri sætum vegna þess að notkunin á skiptistöðinni hefur aukist mjög mikið,“ segir Kjartan og bætir við að jafnframt sé mikilvægt að skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin. Kjartan setur hins vegar spurningarmerki við það að rukkað sé inn á salernin og það eingöngu með greiðslukortum. Vill hann að borgarráð ræði saman um framkvæmdina og komist að sameiginlegri niðurstöðu um hana. „Ég vil ræða prinsippið sem slíkt og upphæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslukort til að komast á salerni. Hvað með börn og unglinga? Svo er líka til fullorðið fólk sem hefur ekki greiðslukort,“ segir Kjartan. „Þannig að við óskum eftir því að þetta verði rætt og það verði komið til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort,“ bætir Kjartan við og segir að ókeypis sé inn á næstum því öll almenningssalerni á vegum borgarinnar. Kjartan lagði fram tillögu um opnun þessara salerna og fjölgun sæta í biðsal síðast í júní. Sú tillaga var felld en fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna greiddu þá atkvæði gegn henni. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Einkahlutafélagið Sannir landvættir mun sjá um rekstur salernisins. Það er í eigu verkfræðistofunnar Verkís og Bergrisa hugbúnaðar ehf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að opna á ný almenningssalerni í skiptistöð Strætó við Þönglabakka í Breiðholtinu og stendur til að salernin verði opnuð um mánaðamótin. Gestum skiptistöðvarinnar mun þá standa til boða að greiða 200 krónur fyrir aðgang að klósettinu, með greiðslukorti. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir þetta skref í rétta átt en hann hefur undanfarið lagt fram tillögur er varða skiptistöðina. Hins vegar sé enn þörf á að ráðast í ýmsar lagfæringar.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brink„Ég held að það séu tvö ár síðan ég lagði fram tillögu um að það yrði farið í uppfærslu. Það var ýmislegt sem þurfti að laga. Salernin voru ekki í notkun, svo þurfti að endurnýja húsbúnað og koma fyrir fleiri sætum vegna þess að notkunin á skiptistöðinni hefur aukist mjög mikið,“ segir Kjartan og bætir við að jafnframt sé mikilvægt að skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin. Kjartan setur hins vegar spurningarmerki við það að rukkað sé inn á salernin og það eingöngu með greiðslukortum. Vill hann að borgarráð ræði saman um framkvæmdina og komist að sameiginlegri niðurstöðu um hana. „Ég vil ræða prinsippið sem slíkt og upphæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslukort til að komast á salerni. Hvað með börn og unglinga? Svo er líka til fullorðið fólk sem hefur ekki greiðslukort,“ segir Kjartan. „Þannig að við óskum eftir því að þetta verði rætt og það verði komið til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort,“ bætir Kjartan við og segir að ókeypis sé inn á næstum því öll almenningssalerni á vegum borgarinnar. Kjartan lagði fram tillögu um opnun þessara salerna og fjölgun sæta í biðsal síðast í júní. Sú tillaga var felld en fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna greiddu þá atkvæði gegn henni. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Einkahlutafélagið Sannir landvættir mun sjá um rekstur salernisins. Það er í eigu verkfræðistofunnar Verkís og Bergrisa hugbúnaðar ehf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira