Einungis hægt að pissa með greiðslukorti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. nóvember 2017 08:30 Ein stærsta skiptistöð Strætó er í Mjóddinni. vísir/anton brink Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að opna á ný almenningssalerni í skiptistöð Strætó við Þönglabakka í Breiðholtinu og stendur til að salernin verði opnuð um mánaðamótin. Gestum skiptistöðvarinnar mun þá standa til boða að greiða 200 krónur fyrir aðgang að klósettinu, með greiðslukorti. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir þetta skref í rétta átt en hann hefur undanfarið lagt fram tillögur er varða skiptistöðina. Hins vegar sé enn þörf á að ráðast í ýmsar lagfæringar.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brink„Ég held að það séu tvö ár síðan ég lagði fram tillögu um að það yrði farið í uppfærslu. Það var ýmislegt sem þurfti að laga. Salernin voru ekki í notkun, svo þurfti að endurnýja húsbúnað og koma fyrir fleiri sætum vegna þess að notkunin á skiptistöðinni hefur aukist mjög mikið,“ segir Kjartan og bætir við að jafnframt sé mikilvægt að skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin. Kjartan setur hins vegar spurningarmerki við það að rukkað sé inn á salernin og það eingöngu með greiðslukortum. Vill hann að borgarráð ræði saman um framkvæmdina og komist að sameiginlegri niðurstöðu um hana. „Ég vil ræða prinsippið sem slíkt og upphæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslukort til að komast á salerni. Hvað með börn og unglinga? Svo er líka til fullorðið fólk sem hefur ekki greiðslukort,“ segir Kjartan. „Þannig að við óskum eftir því að þetta verði rætt og það verði komið til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort,“ bætir Kjartan við og segir að ókeypis sé inn á næstum því öll almenningssalerni á vegum borgarinnar. Kjartan lagði fram tillögu um opnun þessara salerna og fjölgun sæta í biðsal síðast í júní. Sú tillaga var felld en fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna greiddu þá atkvæði gegn henni. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Einkahlutafélagið Sannir landvættir mun sjá um rekstur salernisins. Það er í eigu verkfræðistofunnar Verkís og Bergrisa hugbúnaðar ehf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að opna á ný almenningssalerni í skiptistöð Strætó við Þönglabakka í Breiðholtinu og stendur til að salernin verði opnuð um mánaðamótin. Gestum skiptistöðvarinnar mun þá standa til boða að greiða 200 krónur fyrir aðgang að klósettinu, með greiðslukorti. Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarráði, segir þetta skref í rétta átt en hann hefur undanfarið lagt fram tillögur er varða skiptistöðina. Hins vegar sé enn þörf á að ráðast í ýmsar lagfæringar.Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi.vísir/anton brink„Ég held að það séu tvö ár síðan ég lagði fram tillögu um að það yrði farið í uppfærslu. Það var ýmislegt sem þurfti að laga. Salernin voru ekki í notkun, svo þurfti að endurnýja húsbúnað og koma fyrir fleiri sætum vegna þess að notkunin á skiptistöðinni hefur aukist mjög mikið,“ segir Kjartan og bætir við að jafnframt sé mikilvægt að skiptistöðin verði opin farþegum á kvöldin. Kjartan setur hins vegar spurningarmerki við það að rukkað sé inn á salernin og það eingöngu með greiðslukortum. Vill hann að borgarráð ræði saman um framkvæmdina og komist að sameiginlegri niðurstöðu um hana. „Ég vil ræða prinsippið sem slíkt og upphæðina. Og svo þetta að menn þurfi að hafa greiðslukort til að komast á salerni. Hvað með börn og unglinga? Svo er líka til fullorðið fólk sem hefur ekki greiðslukort,“ segir Kjartan. „Þannig að við óskum eftir því að þetta verði rætt og það verði komið til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort,“ bætir Kjartan við og segir að ókeypis sé inn á næstum því öll almenningssalerni á vegum borgarinnar. Kjartan lagði fram tillögu um opnun þessara salerna og fjölgun sæta í biðsal síðast í júní. Sú tillaga var felld en fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna greiddu þá atkvæði gegn henni. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina og þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land. Einkahlutafélagið Sannir landvættir mun sjá um rekstur salernisins. Það er í eigu verkfræðistofunnar Verkís og Bergrisa hugbúnaðar ehf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Halldór teiknar Landsdóm Innlent Afsögn formanns bæjarráðs Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira