Hækkandi sjávarmál leysir kjarnorkuúrgang úr læðingi Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2017 15:30 Hvelfingin lítur helst út eins og fljúgandi diskur. Myndin var tekin árið 1980 þegar smíði hvelfingarinnar var nýlokið. Vísir/AFP Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu. Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Sjór er byrjaður að flæða inn í hvelfingu með miklu magni geislavirks úrgangs frá Bandaríkjaher á afskekktu rifi í miðju Kyrrahafi. Ástæðan er hækkandi yfirborð sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar og er geislavirku efnin byrjuð að berast út úr hvelfingunni. Alls er talið að um 85.000 rúmmetrar af geislavirkum úrgangi sé geymdur í risavaxinni steinsteypuhvelfingu á Runit-eyju á Enewetak-rifi vestur af Marshall-eyjum, miðja vegu á milli Havaí og Ástralíu. Bandaríkjaher kom úrganginum fyrir í sprengjugíg eftir tugi tilrauna með kjarnorkuvopn á 8. áratug síðustu aldar, að því er kemur fram í umfjöllun áströlsku ABC-fréttastöðvarinnar. Verkfræðingar hersins innsigluðu gíginn með hálfs metra þykkri steypu áður en herinn hafði sig á brott. Nú fer yfirborð sjávar hins vegar hækkandi eftir því sem jörðin hlýnar af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Bandaríska orkumálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu árið 2013 að geislavirku efnin væru byrjuð að berast út úr hvelfingunni vegna ágangs sjávar.85,000 cubic meters of radioactive waste are buried under a dome on a Marshall Island atoll. Sea level rise is starting to undermine it https://t.co/SwaEKI3qDi pic.twitter.com/vJzXg4F3Mf— Brian L Kahn (@blkahn) November 27, 2017 Eins og verðandi grafreiturÍ frétt ABC kemur fram að Bandaríkjaher sprengdi alls 43 kjarnorkusprengjur í kringum eyjaklasanna á 5. og 6. áratugnum. Sumar sprenginganna gereyddu heilu eyjunum. Áður höfðu íbúar Enewetak-rifsins verið fluttir til annarrar eyju Marshall-eyjanna. Íbúarnir fengu ekki að snúa aftur heim til sín fyrir en þremur áratugum seinna. Þrátt fyrir að þakið yfir gígnum sé steinsteypt gerðu Bandaríkjamenn enga tilraun til að húða botn gígsins. Úrgangurinn hvílir nú aðeins á jarðveginum sem hækkandi hafið gengur æ meira á. Sprungur er sagðar komnar í hvelfinguna og skolar sjó yfir hana í stormum. Bandarísk stjórnvöld telja að jafnvel þó að geislavirku efnin sleppi út þá hafi það ekki mikla breytingu í för með sér fyrir mengunina á svæðinu. Íbúarnir óttast hins vegar að úti verði um byggðina ef til þess kemur að hvelfingin bresti endanlega. „Þetta er eins og grafreitur fyrir okkur sem bíður þess að verða,‟ segir Christina Aningi, yfirkennari við eina skólanna á Enewetak-rifinu.
Loftslagsmál Marshall-eyjar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira