Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2017 20:43 Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir hefur sagt frá kynferðisflegri áreitni í leikhúsinu. Vísir/Anton Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“ MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“
MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“