Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2017 20:43 Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir hefur sagt frá kynferðisflegri áreitni í leikhúsinu. Vísir/Anton Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“ MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“
MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00