Handbolti

Annar sigur stelpnanna í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir (lengst til hægri) skoraði sjö mörk.
Helena Rut Örvarsdóttir (lengst til hægri) skoraði sjö mörk. vísir/ernir
Eftir tæpt ár án sigurs hefur íslenska kvennalandsliðið í handbolta unnið tvo leiki í röð.

Íslensku stelpurnar mættu Slóvakíu öðru sinni í dag og unnu tveggja marka sigur, 25-27. Ísland vann einnig leik liðanna í gær, 26-28.

Leikurinn í dag var jafn og spennandi. Staðan í hálfleik var 10-10.

Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan enn jöfn, 23-23. Íslensku stelpurnar voru hins vegar sterkari aðilinn á lokasprettinum, skoruðu fjögur af síðustu sex mörkum leiksins og tryggðu sér sigurinn, 25-27.

Helena Rut Örvarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir íslenska liðið. Ester Óskarsdóttir skoraði fjögur mörk.

Mörk Íslands: Helena Rut Örvarsdóttir 7, Perla Ruth Albertsdóttir 7, Ester Óskarsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Birna Berg Haraldsdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7 skot, Hafdís Renötudóttir 1.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×