Einkunnir jafnari á samræmdu prófunum en áður var reyndin Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. nóvember 2017 06:00 Margt er ánægjulegt í samræmdu prófunum að mati sviðsstjóra matssviðs hjá Menntamálastofnun. vísir/pjetur „Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Okkur finnst sérstakt að sjá hvernig niðurstöður sýna jafnari mun milli kjördæma. Það höfum við ekki séð í eldri bekkjum,“ segir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun. Niðurstöður samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunnskóla sem fram fóru í september hafa verið birtar.Sverrir ÓskarssonSverrir bendir á að nemendur í Norðausturkjördæmi standi sig best í íslensku í 4. bekk en nemendur í Suðurkjördæmi standa sig best í stærðfræði. Í 7. bekk standa nemendur í Suðvesturkjördæmi sig best í íslensku en nemendur í Reykjavík standa sig best í stærðfræði. „Það er svolítið merkilegt hvað þetta dreifist jafnar en áður. Það virðist vera góður framgangur hjá mörgum, þannig séð. Enn fremur er ánægjulegt að sjá hversu mikið Norðausturkjördæmi er að bæta sig, sýna flottar framfarir bæði í 4. og 7. bekk,“ segir Sverrir. Sé rýnt í niðurstöðurnar sést að nemendur í Fellaskóla voru með lökustu frammistöðuna í íslensku, bæði í 4. og 7. bekk. Hins vegar er frammistaða nemenda í Varmahlíðarskóla lökust af öllum nemendum í 4. bekk á landinu. En í 7. bekk voru nemendur Klébergsskóla lakastir í stærðfræði. Menntamálastofnun undirstrikar að mikilvægt sé að fara varlega í að túlka niðurstöður einstakra skóla eða sveitarfélaga þar sem stærð skóla, þátttökuhlutfall nemenda, fjöldi nemenda með íslensku sem annað tungumál og annar breytileiki geti haft áhrif á niðurstöður. Sverrir fagnar því að skólar, sem eru með hátt hlutfall nemenda með íslensku sem annað tungumál, standi sig vel og séu duglegir að taka þátt. Hann bendir á skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum sem dæmi. „Þeir eru með toppþátttöku og eru að standa sig þannig vel. Ég er svo glaður þegar ég sé að á Vestfjörðum er 92-93 prósent þátttaka. Það segir mér að þetta sé metnaðarfullt skólastarf,“ segir Sverrir. Að sögn Sverris leggur Menntamálastofnun mikla áherslu á það við skólastjórnendur að prófin séu notuð með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluáherslum ef þess er þörf. „Noti þetta sem tól í stefnumótun til hliðar við annað námsmat og aðrar áherslur í kennslu.“ Þá segir Sverrir að fyrirlagning prófanna hafi gengið vel að þessu sinni og yfir 90 prósent skólastjóra segja að vel hafi tekist til í könnun sem var gerð.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira