„Gamlir karlar“ í íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2017 11:30 Kári Árnason verður á 36. aldursári þegar HM fer fram í Rússlandi næsta sumar. Hann er elsti leikmaður íslenska liðsins. Vísir/Getty Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið verður bæði með eitt elsta og hávaxnasta landsliðið á HM í Rússlandi ef marka má þá leikmenn sem tóku þátt hjá HM-liðunum í undankeppni HM. CIES hefur tekið saman tölur um aldur, hæð og annað sem FIFA hefur síðan birt á heimasíðu sinni. Meðalaldur íslenska landsliðsins í undankeppni HM var 29,0 ár og það er aðeins landslið Panama sem var eldra. Meðalaldur Panamabúa var 29,4 ár. Kosta Ríka var með sama meðalaldur og Ísland eða 29,0 ár. Nígería var með yngsta liðið í undankeppninni af þeim þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn til Rússlands en meðalaldur leikmanna liðsins var 24,9 ár. Heimsmeistarar Þýskalands voru næstyngstir en meðalaldur liðsins var aðeins 25,7 ár. Í þriðja sætið var síðan England (25,9 ár). Íslenska landsliðið var einnig nálægt toppnum á öðrum lista en aðeins tvær þjóðir voru hærri en íslensku leikmennirnir að meðaltali.ANALYSIS: @CIES_Football illustrates diversity of #WCQ squads. Must-read ahead of #WorldCupDrawhttps://t.co/M9UoIX17rLpic.twitter.com/ZBpo7jvxUp — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) November 28, 2017 Serbar voru með hávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna liðsins í undankeppni HM 2018 var 185,6 sentímetrar. Svíar voru að meðaltali 185,2 sentímetrar og Ísland var síðan í þriðja sæti ásamt Dönum með meðalhæð upp á 185,0 sentímetra. Sádí Arabía var með lávaxnasta liðið en meðalhæð leikmanna þessa var 176,2 sentímetrar. Næst á undan voru Japan (178,1) og Perú (178,3). CIES tók einnig saman hversu stór hluti leikmannanna sem spiluðu í undankeppninni voru fæddir utan landsins en það hlutfall hjá Íslandi er 4,9 prósent. Þrettán þjóðir eru fyrir ofan Ísland á þeim lista. Ísland er ennfremur ein af þremur þjóðum, ásamt Króatíu og Svíþjóð, þar sem allir leikmenn í undankeppninni spiluðu utan heimalandsins. England og Sádí Arabía er hinum megin á listanum en allir leikmenn þeirra þjóða í undankeppni HM 2018 spiluðu í heimalandinu. Það má finna meira um þessa samantekt hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira