Ríkið sýknað í Jökulsárlónsdeilu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2017 11:07 Björt Ólafsdóttir, fráfarandi umhverfis-og auðlindaráðherra, við Jökulsárlón í sumar þegar lónið var friðlýst. Umhverfis-og auðlindaráðuneytið Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið sýknað í héraðsdómi af kröfu Fögrusala ehf sem taldi ríkissjóð hafa brugðist of seint við að nýta forkaupsrétt sinn til kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Fögrusalir keyptu jörðina Fell þann 4. nóvember 2016. Íslenska ríkið hafði í framhaldinu sextíu daga til að ganga inn í kauptilboðið þar sem ríkið hafði forkaupsrétt á jörðinni. 66 dagar liðu þar til ríkið gekk inn í tilboðið þann 9. janúar. Jörðin er á náttúruminjaskrá en eins og öllum er kunnugt er Jökulsárlón einn mest sótti ferðamannastaður landsins. Ríkið greiddi rúman einn og hálfan milljarða króna fyrir jörðina en gert var ráð fyrir kaupunum í fjáraukalögum. Brúðhjón fóru út á ísinn við Jökulsárlón á dögunum. Töluverð umræða hefur verið um slysahættu og öryggi ferðafólks við náttúruperluna.Ragnar Unnarsson Fögrusalir gerðu athugasemdir við að sýslumaður hefði afgreitt kaup ríkisins að liðnum 66 dögum. Héraðsdómur Suðurlands taldi ágreiningin ekki eiga við um nauðungarsölulögin og vísaði málinu frá dómi. Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu og fóru Fögrusalir í almennt mál. Niðurstaða í því máli var kveðinn upp í héraði á föstudaginn og sýknaði íslenska ríkið. Koma verður í ljós hvort Fögrusalir ætli að áfrýja niðurstöðunni til Landsréttar, hins nýja áfrýjunardómstóls, sem tæki þá málið fyrir á næsta ári.Jökulsárlón var friðað síðastliðið sumar og nær Vatnajökulsþjóðgarður nú frá hæsta tindi jökulsins og niður í fjöru. Dómur Héraðsdóms Suðurlands hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu dómstólsins. Fjármálaráðuneytið greindi frá niðurstöðunni á Facebook í dag.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00 Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47 Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33 Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Ríkið vill tekjur af Jökulsárlóni Fjármálaráðuneytið segir mikilvægt að ríkið fái tekjur af Felli í „eðlilegu hlutfalli við þann mikla kostnað sem lagt hefur verið í vegna kaupa á jörðinni“. 15. júlí 2017 07:00
Sýslumaður segir ríkið eiga Fell Anna Birna Þráinsdóttir segir ríkið vera réttmætan eiganda Fells í Suðursveit. Fresturinn hafi ekki verið liðinn. Telur starfsmann sinn ekki hafa aðhafst rangt í málinu. 12. janúar 2017 11:47
Uppboði Jökulsárslóns frestað Skýrist innan tveggja vikna hvort niðurstaðan standi. Landvernd skorar á ríkisstjórnina að kaupa jörðina. 14. apríl 2016 11:33
Vatnajökulsþjóðgarður nær nú frá hæsta tindi og niður í fjöru Jökulsárlón og nærliggjandi svæði voru friðlýst í dag. 25. júlí 2017 14:22