Sjáðu eitt ótrúlegasta kast tímabilsins í NFL-deildinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2017 13:45 Wilson var með tvo varnarmenn í sér en náði samt að kasta á samherja. Vísir/Getty Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys. NFL Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Seattle Seahawks vann í nótt dýrmætan sigur á Arizona Cardinals í NFL-deildinni, 22-16, en liðið er í harðri samkeppni við LA Rams um efsta sæti vesturriðils Þjóðardeildarinnar. Seattle fór nokkuð hægt af stað á nýju tímabili en hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. Liðið var með foryrstu, 15-10, snemma í fjórða leikhluta og með boltann á eigin vallarhelmingi. Russell Wilson, leikstjórnandi Seahawks, hafði fengið litla vernd frá sóknarlínu sinni og varnarmenn Arizona hundeltu hann, einu sinni sem oftar í leiknum. En í stað þess að láta fella sig náði Wilson á ótrúlegan máta að kasta boltanum á útherjan Doug Baldwin, sem hljóp 54 jarda með boltann en var ýtt af velli rétt við endamarkið. Í næsta kerfi náði Wilson að gefa snertimarkssendingu á innherjann Jimmy Graham og auka þar með forystu liðsins í 22-10. Ljóst er að kastið ótrúlega á Baldwin, sem má sjá hér fyrir neðan, var lykilatriði fyrir Seattle í leiknum. Hefði Wilson verið felldur hefðu verið meiri líkur á að Seattle hefði misst boltann og Arizona þar með haft tækifæri til að komast yfir. Sigurinn var þó dýrkeyptur fyrir Seattle en alls sjö leikmenn fóru af velli vegna meiðsla í leiknum og komu ekki meira við sögu. Alvarlegustu meiðslin voru þó hjá varnarmanninum Richard Sherman, einnar stærstu stjörnu deildarinnar, sem sleit hásin og spilar ekki meira á tímabilinu. Tveir NFL-leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 á sunnudag. Klukkan 18.00 hefst leikur Buffalo Bills og New Orleans Saints en klukkan 21.20 mætast Atlanta Falcons og Dallas Cowboys.
NFL Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum