Rannsókn á manndrápi á Hagamel enn ekki lokið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 13:27 Frá vettvangi á Hagamel í september. Vísir Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“ Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á morðinu á Sanitu Brauna er ekki lokið. Rannsóknin er þó langt á veg komin og er búist við því að málið verði sent til héraðssaksóknara á næstunni. Sanita Brauna var 44 ára gömul og fannst hún látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn. Einn maður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu að bana. „Það er ekki búið að senda málið, það er ekki búið að ljúka henni endanlega en hún er langt komin. Það er svona verið að bíða eftir síðustu skýrslum frá tæknideild og þess háttar,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglu, í samtali við Vísi. „Þetta eru alls konar skýrslur sem á eftir að fá lokaútgáfu af og við ákveðum þá hvort við viljum yfirheyra út frá því.“Niðurstaða geðmats liggur ekki fyrir Farið var fram á geðrannsókn yfir hinum grunaða í málinu til að meta sakhæfi hans. Grímur segir að niðurstaða geðmats liggi ekki fyrir. „Það myndi ekki endilega fresta því að senda málið ef það væri fullrannsakað. Þó geðmatið lægi ekki fyrir þá kæmi það bara inn til saksóknara. En eins og ég segi þá liggur það ekki fyrir,“ segir Grímur. Aðspurður um hvort frekari upplýsingar um dánarorsök Sanitu liggi fyrir segir Grímur að lögreglan hyggist ekki upplýsa frekar um dánarorsök en hefur verið gert. „Hann hefur staðfest það að hafa veist að henni með slökkvitæki og lamið hana í höfuð. Það sé þá höfuðáverkar sem leiddu hana til dauða. Það er það sem við höfum sagt.“Hefur hann játað að hafa orðið henni að bana? „Hann hefur játað að hafa veist svona að henni.“
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57 Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12 Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06 Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Manndrápið á Hagamel sent til héraðssaksóknara á næstu dögum Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Brauna sem var myrt á heimili sínu 21. september síðastliðinn, er á lokametrunum. 25. október 2017 12:57
Játar að hafa ráðist á Sanitu Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í vesturbæ Reykjavíkur þann 21. september síðastliðinn, hefur játað við yfirheyrslur að hafa veist að henni. 6. október 2017 16:12
Manndráp á Melunum: Úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald Maður sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu Brauna bana á heimili hennar við Hagamel í Reykjavík þann 21. september síðastliðinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. nóvember. 27. október 2017 16:06
Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum. 13. október 2017 06:00