Ef að það yrði ákveðið að HM yrði á Íslandi 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2017 17:30 Stuðningsfólk íslenska landsliðsins. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið tekur næsta sumar þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti þegar strákarnir okkar verða með á HM í Rússlandi. Þessa dagana er íslenska landsliðið hinsvegar við æfingar í Katar þar sem liðið hefur spilað einn vináttulandsleik við Tékkland og mun spila annan við Katar í næstu viku. Það er einmitt í Katar þar sem næsta heimsmeistarakeppni, á eftir þeirri í Rússlandi, mun fara fram eftir fimm ár eða í lok ársins 2022. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður á netmiðlinum Fótbolti.net er staddur út í Katar, þar sem hann fylgir íslenska landsliðinu eftir á þessu æfingamóti í Katar. Elvar Geir skrifar skemmtilegan pistil á Fótbolti.net síðuna í dag þar sem hann fer yfir upplifun sína af Katar þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022. „Góðærið er komið aftur, öflugra en nokkru sinni fyrr. Ákveðið hefur verið að HM verði haldið á Íslandi 2022, “ byrjar Elvar Geir pistil sinn. „Borgarlínan verður gerð í snatri, sporvagnar munu flytja fólk milli valla, og flutt verður vinnuafl frá Skandinavíu, Færeyjum og Grænlandi til að vinna við óboðlegar aðstæður við að reisa átta nýja leikvanga,“ skrifar Elvar. Hann segir það sé skemmtilegt að ímynda sér hvernig Ísland væri ef við hefðum olíu og gas á við Katar, eitt ríkasta land heims Það er hægt að lesa allan pistil Elvars Geirs hér en þar bendir hann meðal annars á þá staðreynd að það væri hægt að koma öllum staðsetningum HM-leikvanganna í Katar inn á Faxaflóa. Það er ótrúlega stutt á milli alla keppnisvallanna og það verður því vel hægt að fara á tvo HM-leiki á sama degi fái maður á annað borð miða. Við mælum með að lesa pistil Elvars til að átta sig betur á aðstæðum í þessu litla furstadæmi við Persaflóann. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tekur næsta sumar þátt í sínu fyrsta heimsmeistaramóti þegar strákarnir okkar verða með á HM í Rússlandi. Þessa dagana er íslenska landsliðið hinsvegar við æfingar í Katar þar sem liðið hefur spilað einn vináttulandsleik við Tékkland og mun spila annan við Katar í næstu viku. Það er einmitt í Katar þar sem næsta heimsmeistarakeppni, á eftir þeirri í Rússlandi, mun fara fram eftir fimm ár eða í lok ársins 2022. Elvar Geir Magnússon, blaðamaður á netmiðlinum Fótbolti.net er staddur út í Katar, þar sem hann fylgir íslenska landsliðinu eftir á þessu æfingamóti í Katar. Elvar Geir skrifar skemmtilegan pistil á Fótbolti.net síðuna í dag þar sem hann fer yfir upplifun sína af Katar þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram frá 21. nóvember til 18. desember 2022. „Góðærið er komið aftur, öflugra en nokkru sinni fyrr. Ákveðið hefur verið að HM verði haldið á Íslandi 2022, “ byrjar Elvar Geir pistil sinn. „Borgarlínan verður gerð í snatri, sporvagnar munu flytja fólk milli valla, og flutt verður vinnuafl frá Skandinavíu, Færeyjum og Grænlandi til að vinna við óboðlegar aðstæður við að reisa átta nýja leikvanga,“ skrifar Elvar. Hann segir það sé skemmtilegt að ímynda sér hvernig Ísland væri ef við hefðum olíu og gas á við Katar, eitt ríkasta land heims Það er hægt að lesa allan pistil Elvars Geirs hér en þar bendir hann meðal annars á þá staðreynd að það væri hægt að koma öllum staðsetningum HM-leikvanganna í Katar inn á Faxaflóa. Það er ótrúlega stutt á milli alla keppnisvallanna og það verður því vel hægt að fara á tvo HM-leiki á sama degi fái maður á annað borð miða. Við mælum með að lesa pistil Elvars til að átta sig betur á aðstæðum í þessu litla furstadæmi við Persaflóann.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Sjá meira