Íslenski boltinn

Emil Pálsson verður liðsfélagi Ingvars hjá Sandefjord

Magnús Bjarnason skrifar
Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki.
Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki. Vísir/Stefán
Emil Pálsson, miðjumaður FH, verður liðsfélagi Ingvars Jónssonar í Sandefjord, Noregi, en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við liðið. Emil gengur í raðir liðsins um áramót þegar að samningur hans við FH rennur út. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net.

Hinn 24 ára gamli Emil þreytti frumraun sína í meistaraflokki með BÍ/Bolungarvík árið 2008 og spilaði þar allt til ársins 2011 þegar hann gekk í raðir FH.

 

Emil var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins árið 2015. Spilaði hann þá fyrri hluta sumars með Fjölni þar sem hann var á láni áður en hann snéri aftur í FH og átti stóran þátt í að liðið landaði Íslandsmeistaratitlinum. Líkt og allt lið FH náði hann sér hins vegar ekki jafn vel á strik í sumar.

Þegar að tvær umferðir eftir af norsku úrvalsdeildinni sitja Sandefjord í 10. sæti, öruggir með áframhaldandi sæti í úrvaldsdeild. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×