Hefur ekki áhyggjur af því að flokkurinn standi ekki á bak við hana í viðræðum við Sjálfstæðisflokk Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 18:59 Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“ Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Formenn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa fundað í dag á leynistað úti á landi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að það sé búið að kortleggja línurnar í stóru málunum, nú sé verið að skoða hvort hægt sé að byggja á þeim grunni og færa viðræður yfir á formlegt stig. Farið verði yfir málin með þingflokkunum á morgun. En á hún von á að sækja umboð til formlegra stjórnarviðræðna til forsetans á morgun? „Það veit ég ekki. Þetta er allt enn á því stigi að maður getur ekki sagt til hvað gerist næst. Við verðum að fá svigrum til að klára þessar stóru línur,“ segir Katrín. Edward Hákon Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, segir afar skiptar skoðanir í flokknum, baklandi hans og grasrót, um óformlegar viðræður Vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn. Það þurfi að verða gríðarlegar breytingar og nýjungar í stjórnarmyndun ef sátt eigi að skapast um samstarf. „Fólk á náttúrulega mjög erfitt með það að sjá Bjarna Ben sem ráðherra, það er eitt sem að fólk á mjög erfitt með að horfast í augu við,“ segir Edward og bætir við að það sé erfitt að kyngja því að hafa menn í ráðherrastólum sem „eru búnir að gera upp á bak.“ Katrín segist hafa fulla trú á því að félagar hennar í flokknum muni taka afstöðu til samstarfs við sjálfstæðisflokkinn á málefnalegum grunni. „Ég vil bara segja það að varaformaður er að enduróma ummæli af samfélagsmiðlum og margir hafa miklar skoðanir á þessu. Fyrir kosningar sögðum við Vinstri græn að við værum reiðubúin að leiða ríkisstjórn með þeim sem væru til í að vinna með okkur að markmiðum sem við töldum mikilvægust fyrir land og þjoð,” segir Katrín og bætir við að þau hafi útiloki engan. „Ég tel að það skipti stjórnmálin í þessu landi mjög miklu máli að fólk skipti ekki um plötu eftir kosningar og fari að segja eitthvað annað en fyrir kosningar. Þannig að það stendur sem ég sagði fyrir kosningar og því sitjum við í þessu samtali.“
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira