Fótbolti

Fjórir lykilmenn hætta í ítalska landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Buffon svekktur í sínum síðasta landsleik.
Buffon svekktur í sínum síðasta landsleik. vísir/afp
Gianluigi Buffon spilaði sinn síðasta landsleik fyrir Ítalíu í kvöld og það gerðu þrír aðrir lykilmenn einnig.

Daniele de Rossi, Andrea Barzagli og Giorgio Chiellini eru einnig allir hættir að spila fyrir ítalska landsliðið.

„Það er synd að mínum landsliðsferli þurfi að ljúka á þennan hátt,“ sagði hinn 39 ára gamli Buffon sem náði að spila 175 landsleiki og hann hélt markinu hreinu í 62 þeirra.

„Ég biðst afsökunar á þessu sem og allt liðið. Ég þakka samt öllum sem tóku þátt í ótrúlegu landsliðsferðalagi með mér.“

Ítölsk knattspyrna fékk á baukinn í kvöld er liðið missti af farseðli á HM í knattspyrnu í fyrsta sinn síðan árið 1958. Liðið tapaði þá 1-0 samtals í umspilsleikjum gegn Svíum.


Tengdar fréttir

Svíar tryggðu sér farseðilinn til Rússlands

Í fyrsta skipti síðan 1958 verður ítalska landsliðið ekki með á HM í knattspyrnu. Ítalía og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á San Siro í kvöld og Svíar vinna því einvígið, 1-0, og fara til Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×