Verklagsbreytingar í dómgæslu: Útilokun fylgir nú alltaf blátt spjald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2017 14:58 Frammarinn Sigurður Örn Þorsteinsson fékk umdeilt rautt og blátt spjald á dögunum. mynd/skjáskot Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira
Gerðar hafa verið verklagsbreytingar varðandi rauð og blá spjöld í dómgæslu í handboltanum hérna heima. Blátt spjald fylgir nú alltaf rauðu spjaldi, sem er ekki fyrir þrjár tveggja mínútna brottvísanir, og málið fer alltaf fyrir aganefnd HSÍ. Þetta verklag tók gildi í síðustu viku. „Við erum ekki að breyta reglum, heldur verklaginu hvernig við klárum þetta. Dómurum var uppálagt, ef þeir voru í vafa hvort greinar 8.6 og 8.10 sem krefjast bláa spjaldsins, ættu við, að lyfta bláa spjaldinu. Þeir gætu því annað hvort dregið það til baka eða það færi áfram fyrir aganefnd,“ sagði Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, í samtali við Vísi. „Ef þeir gerðu það ekki og brotið verðskuldaði bláa spjaldið gátu þeir ekki bætt því við. Breytingin er sú að alltaf þegar rautt spjald er gefið, fyrir annað en þriðju brottvísun, á bláa spjaldið alltaf að fylgja. Hugmyndin er að þetta fari alltaf fyrir aganefnd.“ Guðjón segir að það séu fyrirmæli til allra dómara og eftirlitsmanna hjá EHF að rauðu spjaldi eigi alltaf að fylgja blátt spjald. En hver er þá tilgangurinn með þessu umtalaða bláa spjaldi? „Upphaflega var þetta hugsað til að greina á milli alvarleika brota. En það hefur sýnt sig að dómarar eru ekki tilbúnir að taka þessa ákvörðun inni á velli með tilvísun í ákveðna reglu. Það virkar ekki. Þess vegna setur EHF þetta sem kröfu, að það sé alltaf blátt spjald með útilokun og það svo tæklað eftir leik,“ sagði Guðjón. Hann bætti því við að í þarsíðustu umferð Olís-deildar karla hafi sést að gamla fyrirkomulagið virki ekki. „Það fóru nokkur rauð spjöld á loft en ekki blátt nema í einu tilfelli. Það voru brot þar, sem verðskulduðu greinilega blátt líka, sem ekkert var hægt að gera við. Það er ekki sanngjarnt gagnvart einum eða neinum,“ sagði Guðjón að lokum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Sjá meira