Eyjar breytast í Alcatraz fyrir strákana: Er í lagi að stelpurnar spili í annars flokks sal? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 10:00 FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira
FH og ÍBV mætast í stórleik níundu umferðar í Olís-deild karla í handbolta í kvöld en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.20. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í Eyjum en liðin sættust á að víxla heimaleik sem þýðir að ÍBV-liðið verður ekki enn búið að spila á heimavelli eftir níu umferðir. Verið er að leggja parket í aðalsalinn í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og fékk ÍBV því að víxla heimaleikjunum sem það átti að spila í fyrstu fimm umferðunum. Eyjamenn áttu svo að spila heima á móti Val í sjöttu umferð en fengu að víxla þeim leik líka og spila ekki heima fyrr en í elleftu umferð á móti Fram í næstu viku.Sigurbergur Sveinsson og félagar verða meira og minna heima í Eyjum það sem eftir er.vísir/ernirÞetta þýðir að í þeim fjórtán leikjum sem liðið á eftir spilar það ellefu á heimavelli sem er augljóslega mikill plús. Það er með tólf stig í fjórða sæti deidlarinnar og á eftir að fá alla deildina í heimsókn. Þessi heimaleikjahrina fór ekki vel í Sebastian Alexandersson og Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðinga Seinni bylgjunnar, sem tóku málið fyrir í þættinum á mánudagskvöldið á Stöð 2 Sport HD. Allt er þetta hið furðulegasta mál þar sem annar keppnissalur er í Vestmannaeyjum en þar spilar kvennaliðið sína heimaleiki og spurðu menn sig hvers vegna karlaliðið getur ekki spilað á sama stað. „Ég skil ekki hvernig HSÍ getur leyft þetta. Það er jú sambandið sem á að hafa lög og reglu. Gott og vel ef það væri ekki löglegur keppnissalur í Vestmannaeyjum en stelpurnar eru að spila heimaleiki þarna. Hver er munurinn? Ég spyr að því,“ sagði Sebastian Alexandersson. „Vilja strákarnir ekki spila þarna? Þeir hafa bara ekkert val um það. Þeir eru með löglegan keppnisvöll í Vestmannaeyjum sem stelpurnar geta spilað á. Hvað er verið að segja? Er annars flokks salur fyrir stelpurnar? Mér finnst þetta óverjanlegt.“ Jóhann Gunnar tók í sama streng: „Það er ekki eins og ÍBV hefur ekki spilað í þessum sal. Það spilaði þarna 2014 man ég. Þetta hlýtur að vera útpælt hjá þeim. Núna þegar að kemur hræðilegt veður og allir þurfa að sigla með Herjólfi í þrjá tíma þá þurfa allir að koma til þeirra. Hvaða gáfumenn stendur á baki við þetta?“ sagði hann og bætti við: „Frá 10. desember til 25. mars þá eru þeir á Eyjunni. Þetta er bara Alcatraz fyrir leikmennina. Þeir eru fastir á Eyjunni,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Brot úr þættinum, sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Sjá meira