Hannes var kvalinn á morfíni í heila viku: Komst varla á klósettið sjálfur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 11:30 Hannes Þór var klár í slaginn fyrir EM og var þar einn besti maður íslenska liðsins. vísir/eyþór Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira