Repúblikanar í vandræðum með skattafrumvarp Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 23:40 Mitch McConnell er leiðtogi repúblikana á öldungadeildinni. Vísir/AFP Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum. Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum.
Donald Trump Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira