Fótbolti

Ísland hefur ekki verið lengra frá kóngasæti norðursins í 38 mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu detta niður í 3. sæti meðal Noðurlandaþjóðanna á nýjum FIFA lista.
Alfreð Finnbogason og félagar í íslenska landsliðinu detta niður í 3. sæti meðal Noðurlandaþjóðanna á nýjum FIFA lista. Vísir/Getty
Íslenska fótboltalandsliðið dettur niður um eitt sæti á nýja FIFA-listanum sem gefinn verður út í næstu viku en það er aðallega upprisa Dana og Svía sem er að sjá til þess að íslenska liðið er langt frá því að bera konungstitil Norðurlandanna.

Ísland, Danmörk og Svíþjóð eru öll á leiðinni á HM í Rússlandi og Norðurlöndin eiga því meira en níu prósent af þáttökuþjóðunum. Allar þjóðir hafa því verið að gera vel á FIFA-listanum á síðustu mánuðum.

Íslendingar voru konungar Norðurlanda á fimmtán listum í röð frá apríl 2016 til júní 2017 en þetta breyttist í haust og tekur enn meiri breytingum á nýjasta FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað saman listann sem verður gefinn út á fimmtudaginn í næstu viku. Hann má sjá hér fyrir neðan.



Íslenska liðið var mest með 24 sæta forystu á febrúar listanum þegar liðið var í 20. sæti en Svíar komu næstir í 44. sæti.  Íslenska landsliðið er á svipuðum stað í dag en það eru Danir og Svíar sem hafa hækkað sig mikið á listanum síðan í byrjun ársins.

Danir sem voru í 51. sæti í júní, 29 sætum á eftir okkur Íslendingum, en þeir hafa tekið hvert stökkið á fætur öðru á síðustu FIFA-listanum.

Danir taka eitt stökkið til viðbótar á listanum sem verður gefinn út í næstu viku. Þeir eru þá komnir upp í 12. sæti og verða þá tíu sætum á undan okkur Íslendingum.

Íslenska landsliðið verður í 22. sæti listans og er nú komið niður í 3. sæti á Norðurlöndunum í fyrsta sinn í 38 mánuði því Svíarnir eru í 18. sæti.

Danir fóru upp um fjögur sæti í júlí, upp um 1 sæti í ágúst, upp um 20 sæti í september, upp um 7 sæti í október og fara nú upp um sjö sæti. Nú eru þeir í efsta sæti af Norðurlandaþjóðunum á öðrum listanum í röð og eru hreinlega að stinga okkur Íslendinga af.

Hér fyrir neðan má sjá stöðu Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu styrkleikalistum Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Sæti Íslands, Danmerkur og Svíþjóðar á síðustu FIFA-listum.

Nóvember 2017

12. sæti Danmörk

18. sæti Svíþjóð

22. sæti Ísland

Október 2017

19. sæti Danmörk

21. sæti Ísland

25. sæti Svíþjóð

September 2017

22. sæti Ísland

23. sæti Svíþjóð

26. sæti Danmörk

Ágúst 2017

19. sæti Svíþjóð

20. sæti Ísland

46. sæti Danmörk

Júlí 2017

18. sæti Svíþjóð

19. sæti Ísland

47. sæti Danmörk

Júní 2017

22. sæti Ísland

34. sæti Svíþjóð

51. sæti Danmörk

Maí 2017

21. sæti Ísland

34. sæti Svíþjóð

51. sæti Danmörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×