Fjórar þjóðir sem öfunda okkur Íslendinga örugglega mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2017 10:30 Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna hér HM-sætinu. Vísir/Ernir Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Ísland er í átjánda sæti á nýjum styrkleikalista FIFA af þeim 32 þjóðum sem tryggðu sér farseðilinn á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sautján þjóðir eiga því að vera betri en Ísland en fjórtán lakari. Ísland verður í 22. sæti á FIFA-listanum sem verður gefinn út í næstu viku samkvæmt útreikningum spænska tölfræðingsins Alexis Martín-Tamayo. Hann merkir HM-þjóðirnar sérstaklega eins og sjá má hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que se publicará dentro de 8 días. Nada más y nada menos que DIEZ selecciones de las 32 que se han clasificado para la Copa del Mundo están fuera del TOP-32 y hay cuatro selecciones en el TOP-20 que NO estarán en #Rusia2018. pic.twitter.com/Hlqwzkf7WT — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 16, 2017 Það eru fjórar þjóðir sem sitja heima næsta sumar af þeim sem eru ofar en Ísland á þessum nýjasta FIFA-lista. Þetta eru Síle, Ítalía, Wales og Holland. Síle er í 10. sæti, Ítalía er í 14. sæti, Wales í 19. sæti og Holland er síðan í 20. sæti. Þessar fjórar þjóðir hljóta að öfunda okkur Íslendinga meira en allar aðrar enda mikið áfall fyrir svona virtar knattspyrnuþjóðir að fá ekki að vera með á stærsta sviðinu næsta sumar. Ísland er á milli Úrúgvæ og Senegal á þessum nóvemberlista. Serbía er eina Evrópuþjóðin sem er neðar en Ísland af þeim sem komust inn á HM 2018 í gegnum undankeppnina. Það vekur samt athygli að gestgjafar Rússa eru með lélegasta liðið á HM næsta sumar samkvæmt þessum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en næst slakastir eru síðan Sádí Arabar. Ísland gæti lent í riðli með þeim báðum.HM-þjóðir sem eru ofar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 1. Þýskaland 2. Brasilía 3. Portúgal 4. Argentína 5. Belgía 6. Spánn 7. Pólland 8. Sviss 9. Frakkland 11. Perú 12. Danmörk 13. Kólumbía 15. England 16. Mexíkó 17. Króatía 18. Svíþjóð 21. Úrúgvæ- Ísland er í 22. sæti á nýjum listaHM-þjóðir sem eru neðar en Ísland á nóvemberlista FIFA: 23. Senegal 26. Kosta Ríka 27. Túnis 31. Egyptaland 32. Íran 37. Serbía 39. Ástralía 40. Marokkó 50. Nígería 55. Japan 56. Panama 59. Suður-Kórea 63. Sádí Arabía 65. Rússland
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Sjá meira