Gefum nemendum vængi Ívar Halldórsson skrifar 16. nóvember 2017 11:26 Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Þegar börnin okkar útskrifast úr grunnskóla eða menntaskóla, blasa við þeim ýmis ný verkefni sem þau þurfa að leysa. Eitt af þessum verkefnum er að sækja um vinnu - annað hvort hlutastarf með skóla eða fullt starf eftir útskrift. Skólayfirvöld mættu að mínu mati setja sig enn betur í spor ungu kynslóðarinnar til að átta sig á hvers konar fræðsla hjálpar henni að taka sín allra fyrstu skref á vinnumarkaðnum. Grundvallaratriði finnst mér að ungu fólki sé kennt hvernig á að sækja um atvinnu á faglegan máta, og auka þannig líkur á að það fái starf sem endurspeglar menntun þess og hæfileika. Ég hef tekið eftir að stór hluti þeirra sem tilheyra yngri kynslóðirnni kunna engan veginn að sækja um störf. Sem vinnuveitandi fylgist ég vel með þróun þessara mála og finnst mér þróunin sorgleg. Í starfsmannaviðtölum síðustu ár hef ég komist að því að of margir ungir umsækjendur eru á hálum ís þegar kemur að því að koma vel fyrir í atvinnuviðtölum. Ungir umsækjendur mæta með hangandi haus og tóbak í vörinni; með illa útfyllta og óundirritaða umsókn, ógirtir og sjúskaðir - að ekki sé minnst á svitalyktina sem fyllir stundum skrifstofuna þar sem atvinnuviðtalið fer fram. Skriftin á umsókninni er allt að því ólæsileg og upplýsingar iðulega af skornum skammti; skrifaðar í kæruleysi - augu umsækjenda oft fjarlæg og að því er oft virðist áhugalaus. Oft er fátt um svör þegar umsækjandi er spurður um væntingar til vinnustaðar, launakröfur o.þ.h. Þá er gjarna ekki úr miklu að moða eftir samtalið og atvinnurekandi litlu nær um ágæti umsækjandans. Skólar eiga að undirbúa unga fólkið undir atvinnulífið og er því eðlilegt að þeir komi í veg fyrir að atvinnuumsóknum þeirra sé hafnað á grundvelli vankunnáttu og undirbúningsleysi í umsóknarferlinu. Frábærir starfskraftar geta hæglega misst af flottum tækifærum vegna óheppilegrar framsetningar á formsatriðum. Ef skólinn er sá staður sem undirbýr unga kynslóð til að finna hæfileikum sínum farveg á vinnumarkaðnum, finnst mér brýnt að nemendur fái gott veganesti hvað varðar að koma vel fyrir í umsóknarferlinu. Þarna finnst mér vanta talsvert upp á og vil ég skora á skólayfirvöld að gefa þessu gott pláss á teikniborðinu. Að kenna ungum einstaklingum hvernig á að bera sig að í umsóknarferlinu eykur líkur á því að þekking þeirra sem þau hafa aflað sér á skólabekk fái vængi á nýjum vinnustað. Í hafsjó af upplýsingum sem unga fólkið innbyrðir á skólabekk finnst manni oft vanta skvettur af skynsemi - praktískum upplýsingum sem hjálpar þeim að skorða fætur sínar betur í þjóðlífinu. Þá mætti alveg kenna ungum nemendum ýmislegt fleira sem teljast mættu nytsamlegar og mikilvægar upplýsingar. Þeir mættu hafa betri hugmynd um hvernig lífeyrissparnaður, einfaldir kaupsamningar og tryggingar virka. Það er nauðsynlegt að efla sjálfstraustið sem þeir þurfa til að komast yfir fyrstu hraðahindranirnar í lífinu. Mennt er máttur en þó gætir ákveðins máttleysis að mínu mati í þessum efnum. Að læða inn nokkrum umsóknaeflandi kennslustundum í námsskránna getur varla annað en verið öllum þeim sem koma að ráðningarferlinu í hag.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun