UFC fær mikla gagnrýni: „Endar með því að Stallone mæti Kim Kardashian“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. nóvember 2017 13:45 Kim Kardashian gæti lent í basli með Rocky. vísir/getty „Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia. MMA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
„Ef UFC á að heita atvinnumannaíþrótt þarf styrkleikalistinn að taka mið af árangri manna.“ Þetta sagði bandaríski þingmaðurinn Markwayne Mullin við yfirherslur á framamönnum bardagaíþróttasambandsins UFC sem mættu fyrir þingnefnd í Washington. Svo gæti farið að UFC innleiði Muhammed Ali-reglugerðina sem var samþykkt á Alþingi árið 2000 fyrir hnefaleika. Hún stuðlar að því að betur er hugsað um réttindi og hagsmuni bardagakappanna sem keppa í íþróttinni og innan sambandsins sjálfs. Mullin er sjálfur fyrrverandi bardagakappi sem vann alla þrjá atvinnubardaga sína. Hann hefur t.a.m. miklar áhyggjur af því hvernig menn fá tækifæri til að berjast um heimsmeistaratitlana í hverjum þyngdarflokki fyrir sig. Þar er oft ekki farið eftir styrkleikaröðun heldur bara hvað selur hverju sinni.Georges Saint-Pierre með beltið eftir endurkomuna.vísir/getty„Hvernig gat Dan Henderson, þegar að hann var í 10. sæti styrkleikalistans, fengið titilbardaga á móti Michael Bisping?“ sagði Mullin en þeir keppa í millivigt. „Höfnuðu bardagakapparnir í sætum 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3 og 2 allir þessu tækifæri?“ spurði þingmaðurinn Marc Ratner, yfirmann reglumála hjá UFC. „Dan Henderson og Michael Bisping voru að mætast þarna öðru sinni (e. rematch) sem var mjög eðlilegt. Þeir höfðu mæst fjórum eða fimm árum áður,“ svaraði Ratner og Mullin greip orðið um leið: „Það var ekki titilbardagi en sá seinni var upp á titil. Það þýðir að heimsmeistarabelti UFC eru ekki heimsmeistarabelti heldur bara verðlaun sem besti bardagakappi kvöldsins fær hverju sinni. Það er hreinlega móðgandi fyrir alla atvinnubardagamenn,“ sagði Mullin.Diego Björn Valencia hefur smá áhyggjur af þróun UFC.mynd/mjölnir/sóllilja baltasarsdóttirÞingmaðurinn gagnrýndi svo líka titilbardaga kanadísku goðsagnarinnar Georges St-Pierre sem sneri aftur á dögunum, beint í titilbardaga á móti Michael Bisping, og vann. Mullin finnst þetta orðið sama ruglið og var í hnefaleikum þar sem Don King stýrði málum lengi með umdeildum hætti. „Bardagakappar í MMA hafa ekkert um þetta að segja. Þeir verða bara að hlýða. Þess vegna segi ég að UFC er orðið Don King í MMA-heiminum,“ sagði Markwayne Mullin. Brot úr yfirheyrslunni á Ratner má sjá hér að neðan en vakin var athygli á þessu á Facebook-síðunni „Íslenskir MMA fans“. Flestir sem svara eru sammála þingmanninum en einn þeirra er Diego Björn Valencia, bardagakappi í keppnisliði Mjölnis, sem hefur barist bæði sem áhuga- og atvinnumaður. „Þetta er hárrétti hjá honum og þetta er eitthvað sem þarf að laga, annars verður þetta aldrei alvöru íþrótt og mun enda með því að Sylvester Stallone mætir Kim Kardashian í aðalbardaganum á UFC 300 því þú veist, peningar maður,“ segir Diego Björn Valencia.
MMA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira