Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:15 Covington hefur tekist á mettíma að verða hataðasti maðurinn hjá UFC. vísir/getty Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur. MMA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur.
MMA Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum