Werdum kastaði bjúgverpli í Covington fyrir brasilísku þjóðina | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2017 22:15 Covington hefur tekist á mettíma að verða hataðasti maðurinn hjá UFC. vísir/getty Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur. MMA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Veltivigtarkappinn Colby Covington er hataður í Brasilíu eftir að hann barðist þar á dögunum og kallaði íbúa landsins skítug dýr. Þungavigtarkappinn Fabricio Werdum frá Brasilíu rakst á Covington fyrir utan hótel UFC í Sydney í Ástralíu í gær og hjólaði í hann. Honum var haldið til baka frá Covington en það stöðvaði hann ekki frá því að kasta bjúgverpli [boomerang] í Covington. Kastið var gott því það fór í kinnina á ruslakjaftinum Covington.@FabricioWerdum attacks @ColbyCovMMA with a boomerang outside the hotel for UFC Sydney! pic.twitter.com/MCadJmCaXu — Dan Hangman Hooker (@danthehangman) November 16, 2017 Þá stigu menn á milli svo fjandinn yrði ekki laus. Covington var augljóslega hræddur eftir að hafa fengið bjúgverpilinn í sig en þegar það var kominn mannskapur á milli þá reif hann upp símann og fór í beina útsendingu á Instagram. Þar fór hann að rífa kjaft við Werdum. Kallaði hann aumingja og endurtók að Brasilíubúar væru skítug dýr. Hann laug því reyndar líka að Werdum hefði kýlt sig en eins og sést hér að ofan gerði Werdum það alls ekki. „Ef ég hefði náð að kýla hann þá væri hann á spítala núna. Þessi gaur er óþolandi. Ég vissi ekki hver hann var en er við mættumst sagði hann að ég væri skítugur Brasilíumaður. Ég var fljótur að svara og þá sparkaði hann í mig. Þá komust menn á milli og ég fór ekki í hann,“ sagði Werdum. Covington segist ætla að kæra Werdum en fáir reikna með því að svo fari. Werdum hefur án nokkurs vafa glatt landa sína með því að svara Covington. Werdum er að fara að berjast í Sydney um helgina en Covington er á meðal þeirra sem koma frá UFC til þess að hitta aðdáendur. Það er því ekki útilokað að þeim muni lenda saman aftur.
MMA Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira