Sakaður um að káfa á sofandi konu Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2017 18:15 Al Franken, öldungadeildaþingmaður Demókrataflokksins. Vísir/AFP Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Útvarpskonan Leeann Tweeden segir öldungadeildarþingmanninn Al Franken hafa káfað á sér þegar hún var sofandi og kysst hana gegn vilja hennar. Hún segir það hafa gerst árið 2006 þegar þau voru að skemmta hermönnum Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum. Franken, sem var þá einn af rithöfundum Saturday Night Live, hafði skrifað atriði sem þau áttu að leika fyrir hermennina. Í einu atriðinu hafði Franken skrifað að þau myndu kyssast. Þegar fyrsta sýning þeirra nálgaðist segir Tweeden að Franken hafi farið fram á að þau myndu æfa kossinn. Hún segist hafa hunsað hann en hann hafi ítrekað að þau þyrftu að æfa sig. „Ég sagði eitthvað eins og: Rólegur Al, þetta er ekki SNL. Við þurfum ekkert að æfa kossinn,“ skrifaði Tweeden á KABC.com. „Hann hélt áfram að krefjast æfingar og mér var farið að líða illa. Hann sagði að leikarar þyrftu að æfa allt og að við yrðum að æfa kossinn.“ Þá segist Tweeden hafa sagt já til að fá Franken til að hætta þessum spurningum. „Við sögðum setningarnar okkar sem leiddu að kossinum og þá gekk hann að mér, setti aðra höndina aftan á höfðið á mér, klessti vörum sínum að mínum og stakk tungunni upp í mig. Ég ýtti honum strax frá mér og sagði að ef hann myndi gera þetta aftur myndi ég ekki taka því vel.“ „Mér leið ógeðslega og eins og hann hefði brotið á mér.“ Tweeden segist ekki hafa sagt þeim sem stóðu að sýningunum frá þessu og að hún hafi forðast samskipti við Franken eftir þetta. Þegar sýningarnar voru búnar og þau voru aftur á leið heim til Bandaríkjanna. Tweeden segist hafa verið mjög þreytt og hún hafi sofnað í flugvélinni um leið og tekið var á loft í Afganistan. Þar segir hún að Franken hafi káfað á brjóstum sínum á meðan hún var sofandi. „Það var ekki fyrr en ég var komin aftur til Bandaríkjanna og var að skoða myndirnar sem við fengum frá ljósmyndaranum, sem ég sá þessa.“ I've decided it's time to tell my story. #MeToohttps://t.co/TqTgfvzkZg— Leeann Tweeden (@LeeannTweeden) November 16, 2017 Í yfirlýsingu til NBC News segir Franken að hann muni ekki eftir því að umrædd æfing hafi verið eins og Tweeden lýsi henni. „Ég sendi Leeann innilega afsökunarbeiðni. Varðandi myndina, var henni augljóslega ætlað að vera fyndin en hún var það ekki. Ég hefði ekki átt að gera það.“ Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeildinni, hefur kallað eftir því að siðferðismálanefnd þingsins muni taka atvikið og Franken fyrir. Charles Schumer, leiðtogi Demókrataflokksins, segist sammála því. Franken hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann biðst afsökunar og segist ætla að starfa með siðferðismálanefndinni. „Ég virði konur. Ég virði ekki menn, sem virða ekki konur. Sú staðreynd að gjörðir mínar hafa gefið fólki ástæðu til að efast um það, veldur mér skömm,“ sagði Franken í yfirlýsingunni. BREAKING: McConnell calls for Ethics review of @alfranken in light of groping allegations pic.twitter.com/XiwDTGA2xB— Seung Min Kim (@seungminkim) November 16, 2017 Til stendur að skikka þingmenn og starfsmenn beggja deilda Bandaríkjaþings til þess að fara á námskeið varðandi kynferðislegt áreiti. Fyrr í vikunni sögðu kvenkyns þingmenn á fulltrúadeildinni frá áreitni sem þær hefðu orðið fyrir innan veggja þingsins, án þess þó að nefna nöfn. Svo virðist sem að áreitni sé umfangsmikið vandamál á þingi í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Washington Post sögðu þingkonurnar meðal annars frá því að þingmenn og starfsmenn þingsins hafi sýnt kynfæri sín, káfað á konum og sagt mjög svo óviðeigandi hluti. Fréttin var uppfærð 18:15 og yfirlýsingu Franken bætt við.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira