Þurfum að horfa til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 06:30 Viðar Örn Hafsteinsson. vísir/anton „Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson. Dominos-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
„Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira