Þurfum að horfa til framtíðar Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2017 06:30 Viðar Örn Hafsteinsson. vísir/anton „Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
„Þetta mun gera landsbyggðarliðunum betur kleift að vera samkeppnishæf. Sama hvað hver segir er oft erfitt fyrir þau að styrkja sig,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Domino’s-deildar liðs Hattar frá Egilsstöðum, um væntanlegu reglubreytinguna fyrir næstu leiktíð sem felur það í sér að íslensku liðin mega sækja sér eins marga „Bosman“-leikmenn (Evrópumenn) og þau vilja. Vegna dóms ESA þarf Domino’s-deildin nú að víkja frá 4+1 reglunni sem hefur gefið mörgum íslenskum leikmönnum stór tækifæri í deildinni en deilt hefur verið um hvort deildin sé nógu sterk án fleiri erlendra leikmanna. Ljóst er að þetta mun gera mikið fyrir lið á landsbyggðinni með ríka körfuboltahefð eins og Hött, Vestra á Ísafirði og Snæfell í Stykkishólmi svo dæmi séu tekin. Vestri var síðast í efstu deild fyrir fjórum árum, Höttur er nýliði í efstu deild og Snæfell féll síðasta vor.Gæti hjálpað til að fá íslenska „Hingað til hefur maður ekkert getað valið bara hvaða leikmann maður fær. Ég fæ mér ekki bara miðherja ef mig vantar miðherja. Ég þarf meira og minna bara að taka það sem býðst. Þetta mun breyta því hvernig félögin á landsbyggðinni sérstaklega geta byggt upp sín lið. Við höfum alltaf talað fyrir því að hafa þetta svona opið. Það eru miklar hömlur á 4+1 og ef þetta er ólöglegt verður að breyta þessu,“ segir Viðar Örn sem sér annan ljósan punkt í þessu fyrir liðin úti á landi sem eiga erfitt með að plata borgarbörnin í ævintýrin á landsbyggðinni. „Það er engin spurning um að þetta mun hjálpa körfuboltaplássunum úti á landi og mun skipta miklu máli. Svo er annað í þessu. Ef liðin á höfuðborgarsvæðinu fara að hrúga inn erlendum leikmönnum og fara að setja góða íslenska leikmenn aftar í röðina þá gæti það kannski ýtt þeim frekar út á land,“ segir Viðar. „Það skiptir okkur engu máli hvort leikmaðurinn er frá Spáni, Garðabæ eða hvaðan sem er. Við viljum fyrst og fremst hafa kjarna af uppöldum leikmönnum og fá svo aðra góða spilara til að byggja í kringum það,“ segir Viðar Örn.Passa upp á okkar stráka Viðar Örn, sem þjálfar einnig yngri landslið Íslands, leggur ríka áherslu á að íslensku liðin gleymi ekki að hugsa um sína stráka. Það þarf að horfa lengra fram í tímann. „Ég á eftir að skoða þessi leikmannamál fyrir mig persónulega þegar nær dregur en ég reyni nú aðeins að horfa fram í tímann þegar að þessu kemur. Vissulega mun þetta hjálpa landsbyggðarliðunum að semja því þau hafa þurft að borga meira fyrir íslensku strákana en liðin á höfuðborgarsvæðinu. Þannig er það nú bara. Svo verður þetta spurning um hvernig liðin vilja byggja þetta upp hjá sér,“ segir Viðar Örn sem finnst of mörg lið ætla sér of stóra hluti á hverri leiktíð og gleyma allri framtíðarsýn. „Það verða ekki tólf lið meistarar á hverju ári heldur bara eitt. Stundum er svolítið skrítið í íslensku deildinni að það ætlar kannski helmingur liðanna að verða Íslandsmeistarar. Ég vona að þetta verði ekki til þess að þessi lið fara að kaupa hinn og þennan til að taka þátt í einhverjum eltingarleik heldur horfi aðeins lengra fram í tímann. Það er gott að fá góða leikmenn en við verðum að nýta þessa reglubreytingu rétt og halda áfram að huga að yngri leikmönnum okkar og vinna með þá,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira