The Economist: Strákarnir okkar eru skæruliðar fótboltans í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:30 "Skæruliðarnir okkar“ með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í fararbroddi. Vísir/Anton Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira
Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Sjá meira